Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 45
Í k j a l l a r a n u m TMM 2011 · 3 45 vitað man ég eftir því að við urðum reið. Svona þegar þetta var allt að gerast. Ég man að hún Kata mín hringdi í dóttur okkar í Svíþjóð og grét mikið í símann. Drakk svo heila hvítvínsflösku og kreppti hnefann út í loftið. Svo sofnaði hún í sófanum frammi í stofu. Sem er mjög ólíkt henni. Mjög ólíkt okkur. Við drekkum ekki mikið. Við erum ekki þannig fólk. Svo var eins og ástandið breyttist. Það féll einhver værð yfir gráa hverfið okkar. Götuna okkar sem hefur svo framandi nafn að enginn man eiginlega hvar hún er. Af og til komu nágrannar okkar, sem náðu aldrei að flytja inn í húsin sín, að skoða þau. Tryggja byggingar- plastið og flekana sem þeir höfðu neglt fyrir gluggana. En eftir því sem á leið fór heimsóknum þeirra fækkandi. Það var eins og skömmin hefði hrakið þá á flótta. Hvert, nákvæmlega, hef ég enga hugmynd um. En það er mín reynsla að fólk almennt vilji ekki dvelja of lengi við þá hluti sem það fær ekki að eiga. Værðin sótti líka að okkur. Ég hætti að klæða mig. Sá ekki tilganginn með því að fara úr náttfötunum og sloppnum. Nema rétt þegar ég fór að versla í matinn. Ég fór varla úr plastklossunum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum. Þeir urðu hluti af fótunum á mér. Ég hætti að ganga í sokkum. Það er eitt sem ég hef tekið eftir í öllum þessum þáttum sem ég hef horft á um seinni heimsstyrjöldina og það er að þeir sem lifðu hörm- ungarnar af, þeir vissu að einhver væri á leiðinni að bjarga þeim. Við það eitt að hlusta á sprengjur falla varð þeim ljóst að það var einhver þarna úti sem var á leiðinni að bjarga þeim. Að klippa á gaddavírinn og koma höndum yfir kvalarana. Það er kannski ósanngjarnt gagnvart öllum hlutaðeigandi að bera hrunið okkar saman við hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. En í værðinni sem féll yfir, og sótti að mér og henni Kötu minni, kom þessi hugsun yfir mig. Að öllum væri sama. Þá fannst mér ég vera farinn að búa í kirkjugarði. Það bara gat ég ekki sætt mig við. Ég vildi heyra sprengjur. Eitthvað sem gæfi til kynna að einhver væri á leiðinni til að bjarga mér og Kötu minni. En auðvitað heyrðum við ekki í neinum sprengjum. Pottaglamrið í búsáhaldabyltingunni barst eiginlega aldrei alla leið hingað upp í úthverfin. Ég veit heldur ekki hvort það hefði skipt neinu máli. Ég get ekki sagt fyrir víst að það hefði fengið mig til að fara í sturtu og raka mig. Ég er með alskegg núna. Á eyjunni minni. Þá vitið þið leyndarmálið mitt. Ég fór að líta á húsið okkar sem eyju í gráu eyjahafi. Ég held að það hafi byrjað þegar ég var í Krónunni og stóð mig að því að kaupa nánast eingöngu mat í niður- suðudósum. Ég fór svo að gramsa í kössum inni í bílskúr og fann gamla pípu sem ég reykti þegar ég var í menntaskóla. Nú sit ég á kvöldin fyrir framan kamínuna sem við settum upp í stofunni og brenni mótatimbri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.