Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 144
D ó m a r u m b æ k u r
144 TMM 2011 · 3
ur hennar hefur smám saman verið að
riða til falls og þegar stríð skellur á sum-
arið 1914 hugsar hún með sér að nú hafi
Guð gripið í taumana. Neysluhættir
nútímans með nýjum framleiðsluhátt-
um ásamt óstjórn og aðgangi að lánsfé
eru að leysa upp stéttskipt samfélag nítj-
ándu aldar“ (212). Í raun er Þóra kona
tveggja tíma og má teljast til „nútíma-
kvenna“. Það má merkja af áhugamálum
hennar, sem hefðu getað orðið annað og
meira en „áhugamál“ hefði hún fæðst
síðar. Þegar hún deyr árið 1917 er hún
„komin óravegu frá hinu óhagganlega
samfélagi embættismanna um miðja
nítjándu öld og hinum formfasta heimi
landshöfðingjatímans“ (213). Saman
hafa þær Sigrún og Þóra (í eigin frá-
sögn) sett „nítjándu öldina í sögu
Íslands á hreyfingu með hljóði“ (215)
því báðar eru þær skrásetjarar með
„combinationsgáfu“.
Höfundar efnis
Árni Tómas Ragnarsson, f. 1950. Læknir og áhugamaður um tónlist Richards
Wagner.
Birgir Sigurðsson, f. 1937. Rithöfundur. Síðasta bók hans var smásagnasafnið Prívat
og persónulega, 2009.
Finnur Þór Vilhjálmsson, f. 1979. Lögfræðingur og rithöfundur.
Guðni Elísson, f. 1964. Prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Helgi Haraldsson, f. 1938. Fyrrverandi prófessor í rússnesku og núverandi prófessor
emeritus við Óslóar-háskóla og höfundur Rússnesk-íslenskrar orðabókar sem út
kom árið 2003.
Hjörleifur Stefánsson, f 1947. Arkitekt. Síðasta bók hans er Andi Reykjavíkur, 2009.
Hrönn Kristinsdóttir, f. 1965. Kvikmyndagerðarmaður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, f. 1954. Fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður
Samfylkingarinnar.
Jón Atli Jónasson, f. 1972. Rithöfundur. Síðasta verk hans og Mindgroup-hópsins er
Zombíljóð í Borgarleikhúsinu, 2011.
Magnea Matthíasdóttir, f. 1953 . Ljóðskáld og þýðandi.
Ólafur Páll Jónsson, f. 1969. Dósent í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla
Íslands.
Sigríður Jónsdóttir, f. 1964. Bóndi.
Sigurður A Magnússon, f. 1928. Rithöfundur. Síðasta bók hans er greinasafnið Fóta-
tak í fjarska, 2008.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Bókmenntafræðingur.
Stefán Jón Hafstein, f. 1955. Fjölmiðlamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður sem
starfar nú við þróunarsamvinnu í Malaví. Árið 2005 kom út ritgerð hans; Breytum
rétt, leið jafnaðarmanna til móts við 21. öldina.
Stefán Pálsson, f. 1975. Sagnfræðingur.
Úlfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Bókmenntafræðingur og verkefnastýra há Borgar-
bókasafni Reykjavíkur.
Örn Ólafsson, f. 1941. Bókmenntafræðingur.