Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 138

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2011 · 3 Ragnarssonar við Gunnar frá árinu 1981, leggur landsfaðirinn mikla áherslu á að breyta þeirri mynd. Þannig hefst bókin á langri umfjöllun um ræðu Gunnars á norrænu stúdentamóti árið 1935, þar sem kallað var eftir fullum sambandsslitum Íslands og Danmerkur. Að mati Gunnars markaði ræðan þátta- skil í baráttunni fyrir stofnun íslensks lýðveldis. Ekki hafa þó allir tekið undir þá kenningu. Bikaraskápur fótboltastráksins Gunnars er glæsilegur: yngstur allra sem kjörnir hafa verið á Alþingi, borgarstjóri, þing- maður, ráðherra, lagaprófessor og sendi- herra. Gunnar hugsar þó sífellt um að bæta ferilskránna enn frekar. Þannig er kostulegt að lesa frásögnina af því þegar hann felur undirmanni í forsætisráðu- neytinu að taka saman lista yfir forsæt- isráðherra sem skammlífastir hafa orðið í embætti og merkir við eftir því sem stjórnin þraukar lengur og hann þokast sjálfur niður listann. Hégómleiki dr. Gunnars er löngu kunnur. Saga þess efnis hefur lengi verið höfð í flimtingum í fjölskyldu greinar- höfundar. Afi heitinn, Haraldur Stein- þórsson, var frá táningsaldri virkur félagi í Sósíalistaflokknum og gegndi meðal annars formennsku í Æskulýðs- fylkingunni. Eftir bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1946 var hann skipaður fulltrúi sósíalista í stjórn Íþróttavallar Reykjavíkur, Melavallarins – sem Gunn- ar stýrði um árabil. Afi, sem þá var að spreyta sig við lögfræðina í Háskólanum (þótt stjórnmálavafstrið ætti eftir að taka allan tímann frá lexíunum) varð afar spenntur, enda kominn í sitt fyrsta pólitíska embætti fyrir hönd flokksins. Gunnari var hins vegar ekki skemmt. Prófessorinn í lagadeildinni gat ekki hugsað sér að sitja á jafnréttisgrundvelli í nefnd með nemanda sínum – og það kommúnista – jafnvel þótt aðeins væri um að ræða stjórn íþróttavallar. Við- brögð hans voru einföld: stjórnin var ekki kölluð saman. Það var ekki fyrr en rúmlega ári seinna, eftir að flokkurinn var búinn að senda afa til Ísafjarðar til að gerast oddviti sósíalista fyrir vestan að hægt var að funda um viðhald á sturtuklefum og lagfæringar á miðasöl- unni. (Þessa sögu vantar tilfinnanlega í 650 síðna doðrantinn, en ég treysti á að úr því verði bætt í kiljuútgáfunni.) Horft í eigin barm Það merkilega er, hversu meðvitaður Gunnar Thoroddsen er um eigin hégómleika og getur jafnvel gantast með hann sjálfur. Við sagnritunina hafði Guðni Th. Jóhannesson úr að moða fjölda persónulegra heimilda úr fórum Gunnars, þar á meðal dagbækur og ókjörin öll af minnisblöðum og smá- sneplum um allt milli himins og jarðar. Sá Gunnar sem þar birtist er ekki á stalli, heldur persónulegur og sjálfs- gagnrýninn. Þessi hlið gerir það líka að verkum að aðalpersónan öðlast samúð lesandans í stað þess að vera gjörsam- lega óþolandi. Eins og fram hefur komið, þarf aðal- sögupersóna í fótboltastrákabók að ryðja úr vegi hindrunum: meðfæddum eða í umhverfi sínu. Afburðanemandinn og landsverkfræðingssonurinn Gunnar er ekki ýkja trúverðugur í því hlutverki. Gunnar er kominn af valdafólki og frá upphafi nánast sjálfkjörinn til forystu- hlutverks. Það er því merkilegt að sjá hvernig honum tekst ítrekað að upplifa sig nánast sem utangarðsmann og að ímynda sér feril sinn markaðan af and- stöðu og undirferli öfundarmanna. Þessi sjálfsmynd kallaði óneitanlega á valkvætt minni stjórnmálaforingjans. Þannig álítur Gunnar það svívirðu þegar Framsóknarmenn beita valdi sínu til að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.