Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 53
C o d u s c r i m i n a l u s : M a n n s h v ö r f o g g l æ p i r TMM 2011 · 3 53 strax. Það er því ljóst að í kringum „ömurlega óspennandi mál“ má vel smíða frábærlega spennandi skáldsögu. Í umfjöllunum íslenskra jafnt sem erlendra rýna um bækur Arnaldar er gjarna lögð áhersla á þetta tvennt: kulda og ömurleika. Vissulega eru þetta þeir tónar sviðsetningar og tilfinningaskala sem höfundur spilar mikið á en því má hinsvegar ekki gleyma að sögur Arnaldar búa einnig yfir ríkulegum húmor sem er meðal þess sem gerir þær svo læsilegar og ávanabindandi sem raun ber vitni. Erlendur er til dæmis gæddur kolsvartri kímnigáfu sem á stundum gefur gálgahúmor Hugleiks Dagssonar ekkert eftir. Elínborg er þó frekar alvörugefin og lítið fyrir ábyrgðarlaust tal en Sigurður Óli missir oft út úr sér hluti sem ekki eru pólitískt kórréttir en margir hugsa. Hlutverk hans er öðrum þræði að létta andrúmsloftið kringum erfið mál.6 Hlé: sögustund Þegar fyrsta glæpasaga Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins, kom út voru glæpasagnaskrif lítt stunduð á Íslandi, þó nokkuð hafi verið um þýðingar á slíku efni. Arnaldur var þá blaðamaður og kvikmyndagagn- rýnandi á Morgunblaðinu, orðinn 36 ára gamall og hafði ekki áður sent frá sér skáldskap á opinberum vettvangi. Það varð strax ljóst af fyrstu bók Arnaldar að þarna var kominn til skjalanna höfundur sem ætlaði sér að skrifa röð glæpasagna – bóka- flokk í anda þeirra Sjöwall og Wahlöö sem skrifuðu tíu bækur um sitt lögguteymi. Þrátt fyrir að Erlendur og Sigurður Óli hafi ekki endilega verið aðalrannsakendur málsins var greinilegt að þarna var byrjað að byggja upp persónur sem átti eftir að útfæra frekar. Elínborg kemur örlítið við sögu í Sonum duftsins og lætur aðeins meira til sín taka í næstu bók, Dauðarósum (1998), en frá og með Mýrinni (2000) er hún orðin fastur hluti af teyminu. Eva Lind, dóttir Erlendar og dópisti, er vandlega kynnt til sögunnar í Sonum duftsins en soninn áfengis- sjúka, Sindra Snæ, hitta lesendur fyrst fyrir í Dauðarósum þótt hann sé nefndur í fyrstu bókinni. Erlendi og Sigurði Óla bregður (nafnlaust) fyrir í Napóleonsskjölunum (1999) en sú bók tilheyrir formlega séð ekki Erlendar-seríunni og er meira í anda spennusagna eða þrillera. Tvö önnur verk Arnaldar fjalla ekki um þetta lögregluteymi, rökkursagan Bettý (2003) (en þar er Erlendur reyndar nefndur á nafn) og sögulega spennusagan Konungsbók (2006). Í Mýrinni er Arnaldur hinsvegar búinn að ná fullum tökum á lögreglusagnaforminu og farinn að vinna markvissar með persónur sínar og líf þeirra, en eins og lesendur þekkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.