Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 56
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 56 TMM 2011 · 3 Erlendur hafa einstakt lag á því að ná til fólks og fá upp úr því upp- lýsingar í tengslum við rannsókn málanna. Að auki er hann afar víðsýnn og frjálslyndur, hefur samúð með lítilmagnanum og andúð á hverskyns fordómum. Þetta er í raun í andstöðu við þá mynd sem teiknuð er upp af honum sem ríflega fimmtugum geðillum karlskröggi og kemur enn skýrar í ljós þegar persóna hans er skoðuð í samanburði við Sigurð Óla. Sigurður Óli er rúmlega þrítugur, vel menntaður en ekki að sama skapi víðsýnn og samskipti hans við Erlend eru stundum dálítið skrautleg, enda er hlutverk hans að nokkru leyti að vera andstæða Erlendar. Eins og áður segir verður persóna Erlendar æ fyrirferðarmeiri í bók- unum eftir því sem á líður, þó með þeim undantekningum að í Myrká og Svörtuloftum eru þau Elínborg og Sigurður Óli í aðalhlutverkum, meðan Erlendur er fjarverandi. Þau fá þó heilmikið rými í sagnabálk- inum í heild, matreiðsluáhugi Elínborgar er kynntur til sögunnar strax í annarri bókinni og í Kleifarvatni (2004) gefur hún út sína fyrstu matreiðslubók. Fjölskyldulíf hennar er svo enn frekar til umfjöllunar í Myrká, hún er hamingjusamlega gift en á í basli með unglingsson sinn sem farinn er að blogga ótæpilega um prívatmál fjölskyldunnar. Sigurður Óli er í fyrstu einhleypur og virðist hafa tilhneigingu til að drekka of mikið en það lagast þegar hann kynnist Bergþóru, aðal- vitninu í málinu í Dauðarósum. Þau byrja að búa saman en þegar þau lenda í erfiðleikum við að eignast barn og hún vill ættleiða fara málin að flækjast og að lokum skilja þau. Í Svörtuloftum er Sigurður Óli því einn á báti og virðist eiga erfitt með að fóta sig. Nokkuð hafði verið fjallað um unglingsár hans í Vetrarborginni en það er ekki fyrr en í Svörtu- loftum sem lesandi fær frekari innsýn í fjölskyldu hans, kynnist hinni metnaðarfullu móður sem orðin er forríkur endurskoðandi og föður hans, hógværum iðnaðarmanni sem þarf að gangast undir aðgerð vegna blöðruhálskrabba. Þau eru skilin fyrir löngu og samband þeirra minnir um sumt á samband Erlendar og fyrrverandi konu hans og lesandi skilur því betur óþol Sigurðar Óla gagnvart Erlendi. Strax frá fyrstu bók kemur fram mikill áhugi Erlendar á manns- hvörfum. Það er engu líkara en að honum finnist hann hálfpartinn skuldbundinn til þess að upplýsa þau enda telur hann að á bak við mörg mannshvörf felist ósýnileg morð. Í Dauðarósum ræðir hann við Evu Lind um morðmál sem leystist upp og var afgreitt sem mannshvarf: […] það var svo sem enginn sem kippti sér upp við það þótt þessi maður kæmi ekki í leitirnar. Íslendingar hafa einkennilegt viðhorf til mannshvarfa. Þeir hafa einhvern veginn vanist þeim í gegnum aldirnar þegar menn voru að týnast í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.