Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 3 137 Billy’s Boots. Sagan segir frá Kalla, eða munaðarleysingjanum Billy Dane, sem verður knattspyrnusnillingur í hvert sinn sem hann reimar á sig knatt- spyrnustígvél gamla miðframherjans „Dead-Shot“ Keen. Þrátt fyrir mikilvægi skónna, tekst Kalla furðuoft að glata þeim á ögurstundu og reynir þá á snar- ræði greiðvikinna húsvarða eða snjallra skóara. Fótboltastrákarnir Kalli í knattspyrnu er hluti af rótgróinni bókmenntagrein: strákafótboltabókum. Slíkar sögur eru öskubuskuævintýri um persónur sem keppa að tilteknu mark- miði, hvort sem það er að leika fyrir landsliðið, verða atvinnumenn í knatt- spyrnu eða bara skora sigurmarkið á héraðsskólamótinu og vera borinn útaf í gullstól. Oftar en ekki þarf söguhetjan að yfirvinna fötlun, fordóma eða ætt- leysi sitt og leiðin að lokasigrinum er mörkuð af ótal smáorrustum með dramatík sem takmarkast þó af mörk- um hins raunhæfa í knattspyrnuleikjum táningaliða. Ævisaga Gunnars Thoroddsens eftir Guðna Th. Jóhannesson er að sumu leyti strákafótboltabók. Hún er saga keppnis- manns í stjórnmálum, sem nýtur sín best þegar komið er út í kosningar, próf- kjör eða við að smala á landsfundi. Embættin og vegtyllurnar eru bikararn- ir og medalíurnar. Best er að verða landsliðsfyrirliði á Bessastöðum, næst- best að hampa Íslandsmeistaratitlinum nokkur ár í röð – sem forsætisráðherra. Áhugamaðurinn um íslenska stjórn- málasögu drekkur í sig frásögnina af pólitískum væringum, en áttar sig á því eftir miðja bók að hún fjallar fyrst og fremst um kosningar. Þá er Gunnar best- ur. Á milli þeirra tekur svo við eirðarlaus biðin eftir næstu rimmu, álíka tilgangs- laus og myndarammarnir sem sýndu Kalla knattspyrnukappa sendast fyrir ömmu sína eða stunda heimanámið. Gunnar Thoroddsen er borgarstjóri í Reykjavík um tólf ára skeið og almennur borgarfulltrúi nokkru lengur. Á þeim tíma eru stórar ákvarðanir teknar sem varða þróun og uppbyggingu höfuðstað- arins, ekki hvað síst í orkumálum þar sem ráðist er í stórvirkjanir í Sogi og stórfellda hitaveituvæðingu. Lesandi bókarinnar fær þó aldrei á tilfinninguna að þróun mála hefði orðið með verulega ólíkum hætti þótt Gunnars hefði ekki notið við eða jafnvel þótt aðrir flokkar hefðu verið við stjórnvölinn. Þannig þarf lesandinn að halda vel einbeitingunni til að fylgjast með hvort hægri- eða vinstristjórnir eru við völd í þinginu eftir því sem sögunni vindur áfram. Hitamál eins og hersetan eða uppbygging stóriðju sigla áreynslulítið framhjá, meðan Gunnar býr sig undir næsta kosningaslag í héraði. Sókn í stöðutákn Einhver kynni að freistast til að kenna sagnaritaranum um þessar áherslur – að gamli íþróttafréttaritarinn og Stjörnu- maðurinn úr Garðabænum hafi látið boltablætið hlaupa með sig í gönur. Ein- föld upprifjun á stjórnmálaferli Gunn- ars Thoroddsens bendir hins vegar til að svo sé ekki. Gunnar var einfaldlega stjórnmálamaður sem var að mestu leyti drifinn áfram af kappinu sem fylgdi kosningabaráttu og metorðagirnd, sem stundum gat tekið á sig skrítnar myndir. Þannig er merkilegt að sjá hvernig Gunnar lét sér það lynda sem fjármála- ráðherra í Viðreisnarstjórninni að vera settur á hliðarlínuna þegar kom að hinum stórfelldu breytingum á íslensku efnahagslífi sem sú stjórn knúði í gegn. Gunnar var sjálfur meðvitaður um ímynd sína sem hugsjónalítils stjórn- málamanns. Í metsöluviðtalsbók Ólafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.