Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 9
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 9 eru ríkisfyrirtæki afhent klíkubræðrum? Hvar eru kjánasamningar gerðir við erlenda auðhringi? Hvar var Kalda stríðið notað í auðgunar- skyni fyrir fáa útvalda? Á haustmánuðum 2008 varð mér stundum illt að lesa The State of Africa eftir sagnfræðinginn Martin Meredith sam- tímis fréttum að heiman. Bókstaflega illt. Hér er stutt endursögn um afríska stjórnmálamenn frá Meredith þar sem hann lítur yfir sviðið hjá nýfrjálsu ríkjunum á tilteknum tímapunkti: Völd þeirra teygðu sig inn í alla kima samfélagsins. Þeir kusu síður að stjórna eftir skráðum reglum, stjórnarskrá eða föstum skorðum í regluverki stofnana, heldur með því að byggja upp stórt úthlutunarkerfi (patronage) sem skóp þeim veitingavald og hollustu. Þingin voru fyllt af stuðningsmönnum sem höfðu sannað sig með hlýðni. Verkalýðsfélög og bændasamtök (hér vantar atvinnurek- endafélag fyrir íslenska samhengið) voru sveigð undir hið pólitíska valdakerfi. Pólitísk umræða fór fram með slagorðum og lofsöngvum sem enginn tók alvarlega. Tækifærið til að sölsa undir sig auð og veitingarvaldið yfir honum bjó til það „sement“ sem nægði til að festa völd í sessi. Til ráðstöfunar voru ekki bara störf í ráðuneytum, á þingum, og í stjórnsýslu, heldur í ríkisfyrirtækjum þar sem ríkið var einn stærsti atvinnurekandinn og handhafi hlunninda. Verktakar og fyrirtæki fengu aðgang í gegnum kerfið, ákvarðanir voru iðulega teknar í gegnum persónuleg tengsl með viðeigandi skuldbindingu á báða bóga. Veitingarvaldið teygði sig frá æðstu ráðamönnum út í héruð og sveitir. Á hverju stigi voru „stóru mennirnir“ sem kunnu á kerfið, sköffuðu stuðningsmönnum vinnu og verkefni gegn pólitískum stuðningi. Til að viðhalda stuðningi þurfti að tryggja meiri úthlutun. Valdi voru settar fáar skorður, það safnaðist á fárra hendur, ákvarðanir teknar eftir geðþótta en ekki með samráði við þá sem gerst vita og kunna. Er nokkur furða að manni hafi orðið illt? Og svo kom staðfestingin á Íslandi frá þeim allra innvígðasta og innmúraðsta í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis: „Þetta er ógeðslegt samfélag, engin prinsipp, engar hugsjónir. Það er ekki neitt, bara tækifærismennska og valda- barátta.“10 Rannsóknarnefndin sjálf tók undir þessa lýsingu með eigin orðum: Engin reglufesta og slóð ákvarðana óljós og ógagnsæ hjá fáum útvöldum. Nákvæmlega. Samtvinnaðir bölvaldar „Böl náttúruauðæfanna“ er vel þekkt þversögn sem hagfræðingar hafa bent á og er alþekkt víða í hinni auðugu Afríku. Stysta leiðin að auði liggur að náttúrugóssinu. Allt snýst um tak á „auðlindarentunni“. Þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.