Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 25
„ O g s y n g u r e n g i n n f u g l“
TMM 2011 · 3 25
æskilegt sé að hafa hemil á útbreiðslu meindýra sé ekki ráðlegt að slíkar
aðgerðir séu „eingöngu í höndum efnafræðinga“ og að þær séu efldar og
studdar „af hagnaðarvon þeirra, sem framleiða hin kemisku efni“.2
Julian Huxley óttaðist ekki aðeins að í átökunum við náttúruna
glataði mannkyn „helmingnum af yrkisefni enskra ljóðskálda“ eins
og rithöfundurinn Aldous Huxley, bróðir hans, orðaði það eftir lestur
bókar Carsons.3 Julian varar við ýmsum öðrum afleiðingum alls-
herjarnotkunar „eyðingarlyfja“, t.d. því að óværan sem leitast er við að
útrýma verði ónæm fyrir eitrinu og menn festist í vítahring þar sem
eina lausnin virðist vera sú að dreifa stærri skömmtum eða framleiða
sterkari eiturefni. Hann taldi að þau: „ætti ekki að nota nema þegar
aðrar aðferðir eru ekki tiltækar og þá aðeins undir ströngu eftirliti og
með hliðsjón af líffræðilegri allsherjaráætlun“.4 Þetta er í samræmi við
niðurstöður Carsons sjálfrar sem varar ítrekað við afleiðingum ofnotk-
unar eiturefna:
Darwin sjálfur hefði naumast getað fundið betra dæmi um það hvernig nátt-
úruvalið fer fram en ónæmismyndunina hjá skordýrunum eins og hún birtist
oss. Í hinum upprunalega stofni, er telur dýr, sem ólík eru að byggingu, hegðun
og innri gerð, eru það hin „harðgeru“ skordýr, sem standast eituráhrif efnanna.
Eitrið drepur aukvisana. Skordýrin, sem lifa, eru þau, sem búa yfir einhverjum
meðfæddum eiginleika, sem ver þau tjóni. Þau verða síðan foreldrar nýrrar kyn-
slóðar, sem erfir þennan eiginleika frá foreldrunum. Það er því óumflýjanlegt,
að úðun með sterkum efnum eykur aðeins vandann, sem henni var ætlað að
leysa. Eftir nokkrar kynslóðir er ástandið þannig, að í stað stofns sem telur bæði
veiklaða og harðgera einstaklinga er kominn hreinræktaður stofn harðgerra,
ónæmra einstaklinga.5
Með þessu er Carson ekki að leggja til að úðun gegn meindýrum verði
hætt, heldur að álagið á meindýrastofninn verði alltaf „eins lítið og unnt
[sé] að komast af með“, svo að harðgeru skordýrin nái ekki fótfestu á
kostnað hinna. Í sumum „tilfellum getur verið skynsamlegra að sætta
sig við minniháttartjón fremur en að losna við það um tíma, ef það
kostar það, þegar til lengdar lætur, að sjálf vopnin gegn því glatast“ hefur
Carson eftir sérfræðingi á sviðinu: „Ráðleggingar til almennings ættu
að vera: „Úðið sem allra minnst“ – en ekki „úðið eins og þér getið““.6
Grundvallarniðurstaðan hér er sú að með því að leggja allt kapp á
sigur í einstaka orrustu sé hætt við að stríðið sjálft tapist.7