Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 78
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 78 TMM 2011 · 3 Konur í arabaheiminum binda miklar vonir við þá lýðræðishreyfingu sem fór af stað í uppreisninni og eru bjartsýnar á réttarbætur í þágu kvenna. Það var því verulegt áfall þegar á þær var ráðist, bæði með orðum og hnefum, á mótmælafundi þeirra á Tahrir-torgi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Þær voru kallaðar öllum illum nöfnum, hæddar og smáðar, barðar og grýttar. Urðu þær að flýja af torginu og leita skjóls undan ofbeldinu. Fáir urðu til að rísa þeim til varnar – ekki heldur félagar þeirra í fyrri aðgerðum á torginu.7 Þá lét herinn til skarar skríða gegn konum sem tóku þátt í almennum aðgerðum á torginu í mars. Voru konur handteknar af handahófi og haldið í fangelsi á vegum hersins í einhverja daga án formlegrar ákæru. Áður en þær voru leystar úr haldi voru ógiftar konur í hópnum svo neyddar til að undir- gangast kynskoðun til að ganga úr skugga um að þær væru „óspjallaðar meyjar“. Fyrir þessu stóð herinn sem konurnar héldu að væri á bandi mótmælenda. Það kann að vera að herinn sjái sér hag í mótmælunum en hann sér engan hag í auknu frelsi og réttindum kvenna – nema síður sé. Og eins og svo oft áður við svipaðar aðstæður í öðrum löndum sýna konur körlum fulla samstöðu, eru umburðarlyndar og þolinmóðar og bíða þess að röðin komi að þeim. Vilja ekki gera of miklar kröfur fyrir sjálfar sig og trúa því að mikilvægast sé að koma á auknu lýðræði og jöfnuði og svo komi röðin að þeim. En það er ekki þannig, hefur aldrei verið og verður aldrei vegna þess að það er ekkert til sem heitir lýðræði og jöfnuður ef jafnræði og jafnrétti kynjanna er ekki innifalið. Áhrifin á Vesturlöndum Uppreisnin í arabaheiminum kom stjórnmálamönnum og frétta skýr- endum á Vesturlöndum algerlega í opna skjöldu og segja má að eina ferðina enn hafi sannast að maður sér það sem maður býst við að sjá og vill sjá. Þegar horft er í baksýnisspegilinn sjá hins vegar allir augljósa váboða sem og hið röklega samhengi hlutanna og hvernig allt stefndi í uppgjör. Sjálfsagt hefur uppreisnin í Túnis komið mönnum mest á óvart. Túnis var vinsæll ferðamannastaður og það sem blasti við ferðamönnum voru hvítar sandstrendur með glæsihótelum og sólhlífabreiðum. Ben Ali forseti var tákngervingur stöðugleikans og Bandaríkin, Frakkland, Evrópusambandið og alþjóðlegar fjármálastofnanir stóðu þétt á bakvið hann. Allir þessir aðilar þreyttust ekki á að hrósa stöðugleikanum og efnahagsuppbyggingunni í Túnis, hægri en öruggri aðlögun að alþjóða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.