Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 27
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“ TMM 2012 · 2 27 bóhema allt fram á þennan dag en líf þeirra og sorgir eru skoðuð sem fjarlæg fortíð, án hetjuljóma. Tungutakið er kæruleysislegt, óhátíðlegt og fullt af slettum og stingur í stúf við vandlega rímaðan og stuðlaðan braginn. Megas og fleiri hafa beitt svipuðum stílbrögðum með góðum árangri. Eftirfarandi brot er úr „Vökunóttum glatunshundsins“: Í einmuna götu við Ódéon er öldurhús kennt við tíu. Fjarlægt því streymir fljótið Don en fast því við hlið, númer níu, var forðum dag prentuð í paberback og published í óráðsíu sú illræmda bók sem var blönduð í hakk og bönnuð: Ulysses að nýju. Þar héngu þeir Pound og Hemingway og hefuðu orðsins böku. Öðrum var rommið kært, ókei, hinn kreisti fram árlega stöku. Þeir sukkuðu í bækur með Silviu Beach og söfnuðu skeggi á höku. Og andansfræðarinn Edmund Leach þeim unni í draumi og vöku. Sú generasjón var glötuð og týnd, frú Gertrude lýsti því yfir. Nóg verður sjaldan sú sannreynd brýnd hve sorgin með manninum lifir.4 Í Vökunóttum glatunshundsins er líka að finna prósaljóðið „Úr bréfi“ þar sem ljóðmælandinn segir frá draumi um laxveiðar í Ölfusá á Selfossi. Ef til vill er þessi draumur til marks um að næsta verkefni hafi verið tekið að leita á huga Sölva Björns, skáldsagan Radío Selfoss (2003) sem gerist á æskustöðvum hans í ‚höfuðstað Suðurlands‘ eins og Selfoss er kallaður í bókinni: „Ég hafði verið að reyna að skrifa skáldsögu, svona akademíska skáldsögu, eða hreinlega lærða skáldsögu ef svo mætti að orði komast – strúktúralíska um áhrif og textatengsl og ýmislegt í þá veru. Það var alveg fínasta hugmynd og væri örugglega gaman að lesa þá bók ef hún væri vel skrifuð og vel unnin en ég hafði bara ekki hæfileika til að vinna hana mjög vel upp úr tvítugu þannig að ég hreinlega gafst upp á henni, lagði hana frá mér. Og ákvað að prófa allt aðra leið, skrifa létta bók sem stæði utan allra þessara fræðilegu pælinga, væri bara línuleg frásögn af ærslafullum atburðum frá mínum bernskuslóðum. Ég var í nokkra mánuði með hana.“ Radíó Selfoss var frekar vel tekið af gagnrýnendum, einna neikvæðastur var Björn Þór Vilhjálmsson sem þótti höfundurinn færast of mikið í fang og að þrátt fyrir ýmsa kosti tækist ekki „að skapa skáldsögu sem stæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.