Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 27
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“
TMM 2012 · 2 27
bóhema allt fram á þennan dag en líf þeirra og sorgir eru skoðuð sem fjarlæg
fortíð, án hetjuljóma. Tungutakið er kæruleysislegt, óhátíðlegt og fullt af
slettum og stingur í stúf við vandlega rímaðan og stuðlaðan braginn. Megas
og fleiri hafa beitt svipuðum stílbrögðum með góðum árangri. Eftirfarandi
brot er úr „Vökunóttum glatunshundsins“:
Í einmuna götu við Ódéon
er öldurhús kennt við tíu.
Fjarlægt því streymir fljótið Don
en fast því við hlið, númer níu,
var forðum dag prentuð í paberback
og published í óráðsíu
sú illræmda bók sem var blönduð í hakk
og bönnuð: Ulysses að nýju.
Þar héngu þeir Pound og Hemingway
og hefuðu orðsins böku.
Öðrum var rommið kært, ókei,
hinn kreisti fram árlega stöku.
Þeir sukkuðu í bækur með Silviu Beach
og söfnuðu skeggi á höku.
Og andansfræðarinn Edmund Leach
þeim unni í draumi og vöku.
Sú generasjón var glötuð og týnd,
frú Gertrude lýsti því yfir.
Nóg verður sjaldan sú sannreynd brýnd
hve sorgin með manninum lifir.4
Í Vökunóttum glatunshundsins er líka að finna prósaljóðið „Úr bréfi“ þar sem
ljóðmælandinn segir frá draumi um laxveiðar í Ölfusá á Selfossi. Ef til vill er
þessi draumur til marks um að næsta verkefni hafi verið tekið að leita á huga
Sölva Björns, skáldsagan Radío Selfoss (2003) sem gerist á æskustöðvum hans
í ‚höfuðstað Suðurlands‘ eins og Selfoss er kallaður í bókinni:
„Ég hafði verið að reyna að skrifa skáldsögu, svona akademíska skáldsögu,
eða hreinlega lærða skáldsögu ef svo mætti að orði komast – strúktúralíska
um áhrif og textatengsl og ýmislegt í þá veru. Það var alveg fínasta hugmynd
og væri örugglega gaman að lesa þá bók ef hún væri vel skrifuð og vel unnin
en ég hafði bara ekki hæfileika til að vinna hana mjög vel upp úr tvítugu
þannig að ég hreinlega gafst upp á henni, lagði hana frá mér. Og ákvað að
prófa allt aðra leið, skrifa létta bók sem stæði utan allra þessara fræðilegu
pælinga, væri bara línuleg frásögn af ærslafullum atburðum frá mínum
bernskuslóðum. Ég var í nokkra mánuði með hana.“
Radíó Selfoss var frekar vel tekið af gagnrýnendum, einna neikvæðastur
var Björn Þór Vilhjálmsson sem þótti höfundurinn færast of mikið í fang
og að þrátt fyrir ýmsa kosti tækist ekki „að skapa skáldsögu sem stæði