Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 47
S a m t a l y f i r t v ö þ ú s u n d á r TMM 2012 · 2 47 Milli fjallstinda í vestri sést í algeiminn, þar glitra þrjár af stjörnum Svansmerkis­ ins. (Sjón, 2003a, bls. 82) Vart er hægt að túlka þetta öðruvísi en sem katasterisma Öbbu, hún hafi verið hafin upp og tindri nú sem himintungl, komin á sinn stað sem svanur, en ekki litli ljóti andarunginn sem ætíð var utangarðs á meðal mannanna. Verkið stendur með hinum veikbyggða og smáa, hann er hafinn upp. Þessi vísun í hvort tveggja Ummyndanir Óvíðs og ævintýri H.C. Andersens með því að nefna Svansmerkið fær frekari stoð í lokakafla Skugga-Baldurs, en þar kemur í ljós að Abba hafði mikið dálæti á H.C. Andersen og þótti afar merkilegt að eiga fjöður af dönskum álftarunga. Hún setti hana í fuglabókina sína á jólanótt en Abba safnaði fuglsfjöðrum af ástríðu og nákvæmni og hafði mikið dálæti á fuglum, sem vakti furðu hjá Friðriki: Hann hafði oft velt því fyrir sér hvaðan Abba hafði allan sinn fróðleik um fugla, en hjá henni fengust engin svör, og þegar hann reyndi að kenna henni meira í nátt­ úrufræði, þakkaði hún pent fyrir sig; sagðist hafa áhuga á fuglum. (Sjón, 2003a, bls. 80) Þessi áhugi Öbbu á fuglum fær aukna merkingu þegar horft er til þess hvernig fuglar birtast í Ummyndunum. Þar eru fuglar af allskyns stærðum og gerðum býsna áberandi og þar má finna þónokkuð margar umbreytingar í fugla. Hægt er að sjá ákveðin einkenni á þeim ummyndunum og þau vísa öll í átt að frelsi og lausn. Í fyrsta lagi verða breytingar í fugla þegar engrar annarrar undankomu er auðið fyrir persónuna eftir miklar hremmingar. Eitt dæmi af mörgum er þegar Keneifur flýgur upp úr prísund sinni ummynd­ aður í fagran fugl eftir að kentárarnir höfðu hlaðið á hann trjábolum til að kæfa hann. Annað dæmi er af kóngsdótturinni Skyllu sem umbreytist í fugl á flótta undan föður sínum, og svo er það tróverski kappinn Kýknus sem bjargast með umbreytingu í svan í þann mund sem Akkilles er að leggja hann að velli í hörðum bardaga. Í öðru lagi verða ummyndanir í fugla til huggunar og sárabóta, líkt og hjá elskendunum Keyx og Alkýónu sem ummynduðust bæði í sjófugla fyrir miskunn guðanna, og hinum mædda Esakusi sem yfirkomnum af sorg og löngun til að deyja er breytt í skrofu af gyðjunni Teþys. Mörg fleiri dæmi mætti nefna úr Ummyndunum þar sem fugl birtist sem himneskt tákn um frelsi og lausn. Fuglinn er vængjaður eins og andinn, flýgur um loftin hafinn yfir veröld mannanna, nær guðunum en þeim. Óvíð lætur Pýþagóras undirstrika þetta með því að draga upp mynd af sálum með vængi eins og fuglarnir: „… við erum hluti af heiminum, ekki líkamir eingöngu heldur líka vængjaðar sálir, og getum tekið okkur bólfestu í villidýrum og falið okkur í líkömum búpenings“ (Ovidius, 2009, bls. 419). Dálæti Öbbu á fuglum felur þannig í sér þrá eftir lausn, sem og ást á hinu góða og fagra í sálum fólks. Blóðugasta saga Ummyndana, hryllings­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.