Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 119
É g s e m e r e n n a ð m y n d a s t TMM 2012 · 2 119 Hafið er komið í mannsmynd en maðurinn hefur flust yfir í dýraríkið. Skáldið rifjar upp og endurnýjar með þessum hætti ævaforna mynd af nátt­ úrunni sem rósemdarathvarfi mannverunnar. Í einu ljóða fyrstu bókarinnar fer göngumaður fjárgötur, gengur „af sér haminn“ og „sami aldur / þræðir mann og land“ (ÍJB 31). Hér vinnur Jónas með mjög virka þversögn. Skynsemin virðist segja okkur að ekki sé hægt að koma „tali“ náttúrunnar á framfæri á mannanna máli nema með því að „snara heiminum“, og að sú „þýðing“ hljóti að vera á forsendum mannheima. Megineinkenni nútímans er beinlínis drottnun mannsins yfir náttúrunni og í sívaxandi mæli hefur hann sveigt hana að eigin þörfum. En gjörnýting hennar kann að leiða manninn á heljarþröm. Samræður hans við náttúruheiminn hafa verið brösóttar og of einhliða.8 Við þurfum gleggri skynjun, nánari hlustun, og ef við komumst ekki hjá því að tala með náttúrunni og túlka hana, þá þurfum við að minnsta kosti aðrar þýðingaraðferðir. Það kunna að leynast þræðir á milli þess tals nátt­ úrunnar sem hlustað er eftir í ljóðum Jónasar og þeirra talmálseinkenna sem hann leitaðist við að byggja inn í ljóð sín, hægferðugrar hrynjandi með frásagnar­ og samtalseinkennum, stundum með endurtekningum og inn­ skotssmáorðum er benda til umhugsunar fremur en að sóst sé eftir fágaðri og frágenginni myndbyggingu. Þetta var það atriði í ljóðagerð Jónasar sem við ræddum hvað mest í áranna rás, en hann bað mig að lesa flest handrit sín.9 Við áttum margar ánægjulegar stundir yfir þessum handritum og þurftum ekki að vera sammála til að njóta samræðna. Einna helst toguðumst við á um talmálssniðið sem Jónas sóttist í vaxandi mæli eftir í áranna rás. Í fagurfræði sinni var hann sem fyrr segir á varð­ bergi gagnvart fágun og því sem telst „fallegt“ við snögga skoðun. Í ljóðinu „Starfsævi“ segir af bónda sem að kvöldi ævistarfs situr í stofunni og yfir hann færist „værð stofunnar / værð landsins“ (ÁAJ 14–15): andardrátturinn heyrist og stöku já líka eða önnur hljóð án hugsunar sem líða af vörum hans Líta má svo á að Jónas hafi viljað ná þessum andardrætti og þessum „hugsunarlausu“ hljóðum inn í ljóð er áttu ekki að birtast sem þaulhugsuð og frágengin. Einnig má segja að hann hafi viljað hleypa út því „samsafni“ sem sjálfið er, eins og fram kemur í „Alpaþorpi“ – og það þýðir að leyfa verði þessu sjálfi að þylja, án þess að greina smátt frá stóru. Eins og segir í ljóðinu „Þula“: „ég gæti þulið / heiminn fram í myrkur, það er / allsstaðar eitthvað“ (HEM 39). Ég hafði skilning á þessu en var ekki alltaf sáttur við talsmálseinkennin. Sem dæmi má nefna meinfyndið ljóð sem nefnist „Næturvinna“ og er í nýju bókinni. Þar segir af skyndikynnum þar sem ýmsar væntingar bregðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.