Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 100
H j á l m a r S v e i n s s o n 100 TMM 2012 · 2 aldarinnar, skrifaði söguna Kleist in Thun árið 1907. Þar lýsir hann skynjun, hrifnæmi, örvæntingu, þrá og skáldskaparmetnaði Kleists á sinn óborganlega hátt. Margir hafa bent á að sagan sé ekki bara lýsing á því hvernig Kleist er við það að sogast inn í spíral geðveikinnar, heldur sé Walser ekkert síður að lýsa sinni eigin ofurnæmu skynjun á heiminum, sem sveiflaðist stöðugt milli hrifningaræðis og örvæntingar. Reyndar var það meðvituð aðferð hans að gefa sig slíku hugarástandi á vald í skrifum sínum. Þannig komst hann í stuð. Þannig kom andinn yfir hann. Sjálfur var hann hæglátur maður og einfari. Þegar Walser var fimmtugur þurfti hann leggjast inn á geðsjúkrahús þar sem hann dvaldi þau tæpu 30 ár sem hann átti ólifuð. Þegar læknar á spítalanum reyndu að fá hann til að halda áfram að skrifa, svaraði hann með orðum sem urðu fleyg löngu síðar: „Ég er ekki hingað kominn til að skrifa. Ég er hér til að vera sturlaður.“ Þess má geta að sumir aðdáendur Roberts Walsers, þar á meðal J.M. Coetzee, Susan Sontag og W.G. Sebald, telja að sagan Kleist í Thun sé eitt helsta meistaraverk hans. Af Kleist er það að segja að hann var á sífelldum þeytingi, fótgangandi og ríðandi, um Evrópu þvera og endilanga. Weimar, Dresden, París, Leipzig, Genf, Mílanó, Prag, Mainz, Berlín, Königsberg. Hann staldraði við í rúm tvö ár í Königsberg 1805 til 1807 þar sem hann starfaði sem lágtsettur embættis­ maður og naut um hríð skáldalauna úr sjóði drottningarinnar Luise. Í Königsberg skrifaði hann hina frægu nóvellu sína Michael Kolhaas og smá­ söguna Das Erdbeben in Chili. Þar samdi hann einnig leikritið Penthesilea, eitt af helstu leikritum þýskra leikbókmennta. Hann átti einnig frjótt tímabil í Dresden 1807 og 1808, þar sem hann umgekkst skáld og listamenn, og svo í Berlín síðustu tvö árin sem hann lifði. Þar gaf hann út fyrsta dagblað Þýska­ lands, Berliner Abendblätter og tvö kver með smásögum. Ósigur Prússahers fyrir herjum Napóleons við Jena 1806 og öll upplausnin sem hann hafði tímabundið í för með sér í Prússlandi hafði mikil áhrif á Kleist. Verk hans, leikrit, smásögur, nóvellur, anekdótur, fjalla nær alltaf um tilviljanir og misskilning sem hefur hrikalegar afleiðingar í för með sér. Hamfarir, ofstæki, ofbeldi eru rauður þráður í þessum verkum. Persónurnar sveiflast milli vonar og ótta, himnaríkis og helvítis. Þær eiga aldrei möguleika á því að læra af reynslunni og fara að rækta garðinn sinn. Verk Kleists eru andstæða þroskasögunnar (Bildungsroman) sem var ríkj­ andi bókmenntaform á þessum tíma og lengi síðan. Þau brutu í bága við fagurfræðilegt velsæmi og ríkjandi hugmyndir um tilgang skáldskapar. Þau þóttu yfirgengileg, ofstopafull, ruddaleg. Ekki bætti úr skák sjálfsmorð höf­ undarins, framið með leikrænum tilþrifum, 21. nóvember 1811. Heinrich von Kleist hafði legið í hundrað ár í kaldri sandgröfinni niður við litla Wannsee þegar hann loks hlaut þá skáldfrægð sem hann þráði svo heitt í lifanda lífi. Mörg ungskáld tóku Kleist nánast í dýrlingatölu í hinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.