Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 131
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 131 brigðum með það, sem þar vildi heita sósíalismi, vorum óskaplega spennt fyrir því, sem var að gerast í Tékkóslóvakíu 1968.“ Sjötta „villa“ mín er að sögn Árna, að ég taldi hann upp á undan dr. Ingimar Jónssyni, þegar þeir tveir voru fram­ sögumenn á fundi, en hefði átt að hafa röðina öfuga, því að Ingimar var fyrri framsögumaður! Ekki þarf að svara þeirri hótfyndni. „Lygi“ um Afganistan Sjöunda dæmið er um Afganistan. Ég hafði í bók minni rifjað upp orð Árna Björnssonar frá 1973 um það, að Kreml­ verjar hefðu hvergi látið illum látum nema í Austur­Evrópu: „En hvers vegna hafa þeir haldið sig á þessu tiltölulega litla svæði, ef þeir eru svo útþenslusam­ ir, en ekki ólmast inn í þau mörgu hern­ aðarlegu veiku lönd, sem liggja umhverfis hin víðlendu Sovétríki og hafa þó ekki verið í neinu hernaðar­ bandalagi við Bandaríkin? Sem dæmi skulu nefnd Indland, Afganistan, Írak, Júgóslavía og Austurríki.“ Árni svaraði sjálfum sér: „Ástæðan er ofureinföld. Það hefur alltaf verið lygi, að árás frá Sovétríkjunum væri yfirvofandi.“ Eins og ég benti á, réðust Kremlverjar inn í Afganistan 1979. Athugasemd Árna er: „Á s. 487 er reynt að nota innrásina í Afganistan 1979 til að snúa út úr þeirri staðhæfingu minni að Sovétríkin hefðu aldrei ráðist yfir þau mörk sem samið var um í stríðslok 1945. Um Afganistan var ekk­ ert samið 1945, enda var landið utan allra stríðsátaka 1939–1945.“ Mér er ekki ljóst, á hverju þetta er „leiðrétting“. Ábending mín var einföld: Árni hafði 1973 vísað því á bug sem „lygi“, að Kremlverjar myndu ráðast inn í Afgan­ istan, en þeir gerðu það 1979 og höfðu raunar hlutast mjög til um innanríkis­ mál þar áður, eins og segir frá í Svartbók kommúnismans. Áttunda dæmi Árna er svofelld orð mín: „Til dæmis sögðu þeir Árni Björns­ son, Hjalti Kristgeirsson og Loftur Gutt­ ormsson sig úr ritnefnd Réttar í ársbyrj­ un 1982 til að mótmæla minningargrein Einars Olgeirssonar þar um Míkhaíl Súslov.“ Árni segir, að Svava Jakobsdótt­ ir hafi þá líka sagt sig úr ritnefndinni. En þetta er ekki villa. Til þess að rit verði ekki of staglkennd, verður höfund­ ur að velja og hafna, sérstaklega í upp­ talningum. Níunda og tíunda atriðið eru bæði um það, að ég hefði átt að taka fram, eftir að Vilborg Harðardóttir og sonur þeirra Árna Björnssonar, Mörður, tóku að láta að sér kveða í Alþýðubandalag­ inu, hvenær Vilborg var þáverandi og hvenær fyrrverandi eiginkona Árna. En þetta er ekki heldur villa, heldur fróð­ leiksmoli, sem Árni telur skipta máli, en ég ekki, í þessu samhengi. Þau tíu atriði, sem Árni telur upp í grein sinni, snúast ekki um neinar villur mínar, heldur um sitthvað, sem Árni vildi, að ég segði um sig og samtíðar­ menn sína. Árni ætlaði að beita einfaldri brellu: Samherjar hans ættu eftir snögg­ an lestur greinar hans að geta endurtek­ ið sigri hrósandi hver eftir öðrum, að á tólf blaðsíðum bókar minnar hefði hann fundið tíu villur um sjálfan sig. Hér vanmetur Árni lesendur Tímarits Máls og menningar. Þeir eru prýðilega læsir, syngja hver með sínu nefi og þurfa ekki á neinum kórstjóra að halda, jafnvel ekki frá Varsjá. Hverju held ég fram? Raunar viðurkennir Árni Björnsson, að allt það, sem hann nefnir, séu smámun­ ir, sem raski ekki heildarmyndinni í bók minni. Hann telur þessa mynd hins vegar kolranga. „Það eru nefnilega engir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.