Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 70
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 70 TMM 2012 · 2 blys í hönd og hún segir að ef hún væri örgeðja þá yrði sálmurinn slíkur að hún myndi fæða hann altalandi með slitinni spöng, rifnu holdi og svartri fylgju.74 Skáldkonan er stödd í því dauðarými sem við göngum ein til fundar við, aðskilin frá heiminum. Ljóðmælandi tengist dauðanum órjúfanlegum böndum líkt og Orfeus.75 Hér búa að baki spurningar er snúa að aðdráttarafli listsköpunar og sam bandi okkar við listina. Hver er sú reynsla sem við öðlumst í tengslum okkar við skáldskap? Reynslu af dauða er einungis hægt að öðlast með tækni listarinnar. Sú list, fagurfræði dauðans, skapast með hugmyndum sem þró­ ast í aldaraðir. Táknmyndir dauðans og dauðafantasíur eru okkur mikil­ vægar, því að dauðinn kemur okkur öllum við. Michael Theunissen (1932–) spyr í grein sinni „Nærvera dauðans í lífinu“: hvernig getum við talað um dauðann? Þar vísar hann til þess þekkingarfræðilega vanda sem snýr að því að ekki er fyllilega hægt að miðla reynslu af dauðanum á milli manna.76 Theunissen gefur þau ráð að lifa lífinu í átt að dauðanum, því með því veiti nærvera dauðans okkur mátt til athafna. Hann tekur fram að vert sé að muna að slíkt vald sé sprottið af vanmætti, því megi aldrei gleyma.77 Í blaðagagnrýni um Blysfarir í danska dagblaðinu Politiken er ljóðsagan kölluð „rannsókn í bókmenntalegum sársauka“.78 Ef til er slíkur trega­ flokkur bókmennta þá tróna þessir tveir íslensku ljóðabálkar; Öll fallegu orðin og Blysfarir í þeim flokki. Báðar ljóðabækurnar eiga það sameiginlegt að hverfast um skáldskapinn sjálfan. Ásamt sársaukafullri reynslu liggur fórnin til grundvallar og sú þörf að ryðja ljóðunum fram úr myrkrinu, upp úr moldinni. Kall listarinnar til að hreinsun eða upprisa geti orðið og sköpunarferlið feti sig frá myrkri til ljóss. Undir lok goðsagnarinnar sameinast Orfeus og Evridís sem skuggar í Hadesarheimum. Enn má heyra söng Orfeusar frá afskornu höfði hans á leið niður Hebrusfljót.79 Skáldskapurinn er í eðli sínu líkamslaus og kynlaus hugarafurð. Orfeus ummyndast í skáldskaparrödd handan dauða sem verð­ ur að fagurfræðilegri endurtekningu og þrá.80 Heimildaskrá Alda Björk Valdimarsdóttir. 2006. „„Á tímum VARANLEGRA ÁSTARSORGA.“ Ástin, dauðinn og lesandinn í þremur skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur.“ Skírnir, 180. ár (vor). Reykja­ vík, Hið íslenska bókmenntafélag. Barthes, Roland. 2002. Lover’s Discourse. Fragments. (Fragments d’un discours amoureux, 1977). Þýð. Richard Howard. London, Vintage. Bataille, Georges. 2001(a). Saga augans. (Histoire de lœil, 1928). Þýð. Björn Þorsteinsson. Reykja­ vík, Teknólamb/Forlagið. Birna Bjarnadóttir. 2003. Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar. Reykjavík, Háskólaútgáfan. Björn Þorsteinsson. 2001. „George Bataille (1897–1962).“ Eftirmáli að Sögu augans. Þýð. Björn Þor­ steinsson. Reykjavík, Teknólamb/Forlagið. Blanchot, Maurice. 1989. The Space of Literature. (L’Espace litteraire,1955). Þýð. Ann Smock. Lincoln/London, University of Nebraska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.