Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 54
E i n a r K á r a s o n
54 TMM 2012 · 2
ingatengsl á okkar tímum en höfundinn hefði getað órað fyrir. (Sum
ungmennin reyndu að flýja á sundi, en Skallagrímur elti þau og drap.)
Ég held að svarið liggi í eftirfarandi staðreyndum: Engin eftirminnileg orð
eru höfð eftir Þórólfi (talar hann þó yfirleitt mun lengra mál en hinna feðg
anna var vandi), á meðan allt sem Skallagrímur og Kveldúlfur segja glitrar
af kaldhamraðri visku og snilld. Og það sem er enn mikilvægara: aldrei er í
sögunni minnst á skáldskap eftir Þórólf og heldur ekki Harald konung. Þess
er að vísu getið í áttunda kafla sögunnar að Haraldur hafi haft hirðskáld sem
hann mat mikils, og í Heimskringlu er reyndar tilfærð (drykkju)vísa sem
Haraldur konungur á að hafa ort. En ég held samt að áhersla Egilssögu sé á
málsnilld og skáldskap feðganna Skallagríms og Kveldúlfs, það sé ekki síst
sá hæfileiki sem greini þá frá mönnum nýja tímans, en báðir eru feðgarnir
mikil og mögnuð skáld.
Kveldúlfur yrkir harmfullan rammaslag er hann fréttir víg Þórólfs sonar
síns:
Nú frá eg norðr í eyju,
norn eru grimm, til snimma
Þundr kaus þremja skyndi,
Þórólf und lok fóru.
Létumk þung að þingi
Þórs fangvina að ganga,
skjótt munat hefnt þótt hvettimk
hugr, málmGnáar brugðið. (Sama, 395)
Og vísan sem Skallagrímur sendir konungi eftir prinsamorðin er frábær
skáldskapur:
Nú er hersis hefnd
við hilmi efnd.
Gengr úlfr og örn
of ynglings börn.
Flugu höggvin hræ
Hallvarðs á sæ.
Grár slítr undir
ari Snarfari. (Sama, 400)
Fleiri góðar vísur eru hafðar eftir Skallagrími í bókinni. Hámarki nær svo
þessi skáldskaparlist í þriðju kynslóð sömu manngerðar, fyrstu kynslóð
Íslendinga; hinni undarlega samsettu hetju Agli Skallagrímssyni sem verður
nafntogaðasta skáld Norðurlanda á miðöldum, hvers frægð mun lifa þótt
fánýt afrek hirðfólksins og konunganna gleymist.
Með öðrum orðum: Það kunna að hafa verið allskyns menn sem fóru
til Íslands, og í bland sérvitrir og ófríðir vandræðamenn (hálftröllin sem
fóru með Skallagrími á konungsfund urðu auk hans fyrstu landnámsmenn