Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 90
90 TMM 2012 · 2 Ágúst Borgþór Sverrisson Fresskettir „Ætlarðu ekki að heimsækja hann bróður þinn, Óskar minn?“ spyr móðir hans í símanum. „Ég veit það ekki. Var ekki búinn að spá í það.“ „Í þessari fjölskyldu stöndum við saman þegar á reynir“, segir hún með þunga og heldur svo áfram þegar hún fær engin viðbrögð: „Ég trúi því bara ekki upp á þig að þú ætlir ekki að heimsækja hann Braga. Hvernig heldurðu að honum líði með þennan hryllilega dóm á sér?“ „Ég veit svo sem ekki hvernig honum líður, mamma, en hvernig ætli manninum líði sem hann lamdi með rörinu? Það er örugglega ekki þægilegt að fá stálrör af afli í hnéð á sér.“ „Við skulum ekki vera að dæma um slíka hluti. Þetta er nú ekkert saklaust lamb heldur, þeir áttu í deilum …“ „Við þurfum ekkert að dæma um það af því það er búið að því! Hann fékk tveggja ára dóm fyrir að ryðjast inn á heimili manns og misþyrma honum.“ „Sá maður er ekki bróðir þinn, Bragi er það og hann þarf á stuðningi okkar að halda núna, ekki dómhörku.“ „Ég veit ekki … Við Bragi höfum verið voðalega lítið í sambandi upp á síðkastið. Ég veit ekkert hvort hann kærir sig um mig í heimsókn þarna.“ „Að þú skulir láta þetta út úr þér, maður! Þú ert bróðir hans. Auðvitað vill hann hitta þig.“ „Veistu heimsóknartímann?“ „Auðvitað. Ellefu til fjögur á sunnudögum. Tvö til sex mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Ég var hjá honum á miðvikudaginn. Hann reynir að bera sig vel en ég sé að hann er langt niðri.“ Alltaf að vorkenna honum. Enn að verja hann. „O, ætli væsi um hann. Hann á örugglega sína vini á Hrauninu og lætur engan vaða yfir sig, fyrir utan að hann fær kikk út úr því að láta þig kenna í brjósti um sig.“ „Að heyra hvernig þú talar, maður! Voðalega geturðu verið harðbrjósta. Og á nú að ásaka mig fyrir að láta mér annt um minn eigin son þegar hann er í vandræðum.“ Hún hljómar eins og buguð, gömul kona. Hann tekur á sig rögg:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.