Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 20
Á r m a n n J a k o b s s o n 20 TMM 2012 · 2 við trúskiptin á Íslandi sem eru stórviðburður í Eyrbyggju, eins og raunar flestum Íslendingasögum, og gera verður ráð fyrir að kristnitakan hafi skipt miklu máli fyrir alla sagnaritunina á Íslandi á 13. og 14. öld, og sé ein for­ senda þess að söguöldin spannar áratugina fyrir og eftir kristnitöku en ekki eitthvert annað skeið í sögu lands og þjóðar. Skömmu eftir trúskiptin þarfnast Snorri goði liðsinnis eins gamals fylgis­ manns síns sem nefndur er Þrándur stígandi, en honum er svo lýst: Þrándr var manna mestr ok sterkastr ok manna fóthvatastr; hann hafði verit fyrr með Snorra goða ok var kallaðr eigi einhamr, meðan hann var heiðinn, en þá tók af flestum trollskap, er skírðir váru. „Eigi einhamr“ er kunnur frasi úr orðræðu galdranna. Eins og Dag Strömbäck ræddi ítarlega í bók sinni um Seið, voru fjölkunnugir menn taldir „fara hamförum“ þegar þeir fóru með launhelgar sínar og slík hamskipti eru nefnd í skorinorðri lýsingu á Óðni og göldrum hans í Heimskringlu. Þessi hamskipti eru greinilega tengd við heiðna trú í þessu dæmi úr Eyrbyggju og þar kemur einnig glöggt fram að slík ham­ skipti teljast vera „trollskapur“, orð sem er ekki hið algengasta um galdur en kemur þó fyrir í Íslendingasögunum, fornaldarsögunum og konungasögum á borð við Heimskringlu. Þar er orðið ítrekað notað hliðstætt orðum eins og fjölkynngi og fítonsandi (sem samheiti) og í öðrum tilvikum kemur fram að trollskapur er sérstakur eiginleiki (vald yfir göldrum og hinu yfirskilvitlega) sem einkum sést hjá galdramönnum og óvættum. Dæmið í Eyrbyggju bendir til þess að slíkir siðir hafi tíðkast mjög fyrir kristni. Skírnin virðist draga úr þeim trollskap (en ekki tortíma honum að fullu) og þannig er honum vísað burt, til fortíðar. Þrándur var áður „eigi einhamr“ en „trollskapr“ hans virðist hafa horfið ásamt hinum heiðna sið og á ekki heima í hinum nýja kristna heimi. Enn skýrar koma þessi tengsl milli galdra og fortíðarinnar fram í hug­ takinu forneskja sem stundum virðist merkja gamla visku en þó ekki alltaf. Í sögunum er þetta hugtak notað sem samheiti við galdra, fjölkynngi, kynngi- krapta, hindurvitni og heiðni; þannig er hugtakið notað yfir hvers konar athafnir úr heiðinni trú og gjörðir galdramanna eða hjátrú, ásamt því að vera tímahugtak sem nær yfir þann tíma þar sem hinn forni siður (hinn heiðni átrúnaður) var ríkjandi („það var trúa þeirra í forneskju“). Í annarri klausu í Eyrbyggja sögu er hugtakið greinlega notað um galdra og kynngikrafta og felur jafnframt í sér þá trú að slíkir kraftar heyri fortíðinni til. Þegar Þóroddur skattkaupandi og sædauðir fylgismenn hans birtast á Fróðá á jólunum, við upphaf Fróðárundra, er fólk í fyrstu glatt frekar en óttaslegið: Menn fögnuðu vel Þóroddi, því at þetta þótti góðr fyrirburðr, því at þá höfðu menn þat fyrir satt, at þá væri mönnum vel fagnat at Ránar, ef sædauðir menn vitjuðu erfis síns; en þá var enn lítt af numin forneskjan, þó at menn væri skírðir ok kristnir at kalla. Þannig er það viðurkennt í Eyrbyggju að kristnitakan merki ekki að allir heiðnir siðir séu þar með af lagðir. Á hinn bóginn er það gert morgun­ ljóst að slík trú sé samt sem áður forneskja frá sjónarhóli þess nútíma sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.