Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 60
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 60 TMM 2012 · 2 til undirheima. Yfirkominn af harmi yfir sínum tvöfalda missi situr Orfeus á fjalli og yrkir um ást sína og sorg á þann hátt að öll náttúran – steinar, skógar og villtar verur – tekur við sér og hrífst með. Í 11. bók heldur sagan áfram en Orfeus er í raun aðeins orðinn að syngjandi rödd eftir að líkami hans er rifinn í búta og höfuð hans frá búknum: Limir söngvarans lágu á víð og dreif, en höfuð hans og hörpu, ó, Hebrusfljót, fékkst þú í þinn hlut, og (undur og stórmerki!) þar sem hvort tveggja flaut með straumnum gaf harpan frá sér dapurlega tóna, dapurlega muldraði lífvana tungan og árbakk­ arnir endurómuðu dapurlega.11 Þrátt fyrir dauða hans heldur harpan áfram, og tungan sönglar sinn sorgar­ söng er höfuðið flýtur niður ána. Söngur Orfeusar hættir ekki þrátt fyrir líkamlegan dauða. Við bætist að andi Orfeusar leið til undirheima og þar hitti hann Evridísi aftur í dauðanum og þar ganga þau nú saman: Nú eiga þau tvö samleið, ýmist fylgir Orfeifur henni, er hún gengur á undan, eða stikar sjálfur á undan henni og getur þá ósmeykur litið um öxl til Evrýdíku sinnar.12 Franski höfundurinn Maurice Blanchot (1907–2003) fjallar um þessa goðsögn í ritgerðinni „Augnaráð Orfeusar“ („Orpheus’s Gaze“) í bók sinni Skáldskaparrýmið (L’Espace litteraire, 1955). Hann lýsir goðsögunni um Orfeus sem myndhverfingu um það sem hann kallar kröfu skáldskaparins, en hún er sú að rithöfundurinn skilji sig frá umheiminum, og þar með frá sjálfum sér, þekkingu og sjálfi og leiðist inn í það rými sem hann kallar dauðarými. Blanchot segir mikilvægt að muna að Orfeus er skáld og að goðsagan snúist um þá staðreynd að í þeirri iðju að flytja/skrifa skáldskap felist öðrum þræði að hverfa, eða fórna sér fyrir verkið. Í lokin þegar skáld­ skapurinn er enn fluttur af dauðum vörum Orfeusar eru tengsl skáldskapar og dauða dregin fram á skýran hátt, samkvæmt Blanhcot.13 Evridís er því tákngerving verksins fyrir og eftir dauða sinn þar sem Orfeus yrkir um hana lífs og liðna. Hann reynir að fylgja skrifunum frá myrkri til ljóss og ljúka þannig verki sínu en það tekst ekki – hann lítur um öxl – og hann fylgir verkinu alla leið, fórnar sér fyrir það.14 Í sögunni af Ekkó og Narkissusi tengjast ástin og dauðinn líka en með formerkjum tálsýnar og blindu sem ástin veldur. Í 3. bók Ummyndana er sagt frá skógardísinni Ekkó. Hún fellir hug til Narkissusar, en hann hafnar henni. Narkissus hlýtur þann dóm að verða ástfanginn af eigin spegilmynd en þegar hann reynir að nálgast þennan fagurmótaða líkama sem hann dáir og þráir, grípur hann ávallt í tómt og spegilmyndin leysist upp: „[…] hann ann líkamlausri tálmynd, hann hyggur það líkama sem er aðeins vatn.“15 Narkis­ sus og Ekkó eru því bæði á valdi vonlausrar ástar. Í sorg Ekkóar magnast þrá hennar í óendurgoldinni ást. Hún tærist upp – rétt eins og Orfeus – og að lokum er ekkert eftir af henni annað en ósjálfstæð rödd hennar, sem endurtekur orð annarra. Bein hennar hverfa aftur til upprunans og verða að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.