Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 10
G u ð m u n d u r Pá l l Ó l a f s s o n 10 TMM 2012 · 2 Heimssýn Platóns er óhollt veganesti fyrir alla þá sem taka hlutverk sitt í heiminum alvarlega og vilja vel en hún hentar iðnvæðingu og framkvæmda­ fíkn mannsins einkar vel. Þess vegna er löngu tímabært að kristin kirkja endurskoði frá grunni arfleifð Platóns – sem uppi var löngu fyrir kristni. Í árdaga vísindalegra vinnubragða hófst sundurgreining heilda, að smætta, sem þýðir að kljúfa samhengi til þess að reyna að koma stærðfræði og mælingum að viðfangsefninu. Sjálfur Galileo Galilei (1564–1642) taldi að alla þekkingu væri að finna í magni upplýsinga og til þess að afla þeirra varð að smætta náttúrulega eiginleika til að koma böndum stærðfræðinnar á þá. Þannig gerðist það smátt og smátt að stærðfræði varð táknmál mannsins við náttúruna bæði til þess að skilja hana og stjórna henni. Svo er enn. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hversu stórkostlegt hjálpargagn þessi þankagangur hefur verið manninum í viðleitni sinni við að skilja heiminn en sá böggull fylgir þó skammrifi að heimssýn manna verður vélræn. Móðir Jörð er álitin maskína. Margir áhrifamestu jöfrar vísindabyltingingarinnar, svo sem Francis Bacon (1561–1626), John Locke (1632–1704) og fleiri létu sig dreyma um að svipta hulu leyndar af náttúrunni til þess að geta stjórnað henni eftir geðþótta og þörfum mannsins. Hugsuðir þessara tíma töldu víst að með því að smætta alla hluti, mæla þá út og meta með aðferðum stærðfræðinnar yrði náttúran ekki aðeins háð stærðfræði og mælanlegri úttekt heldur yrði eðli hennar vélrænt. Til marks um slíka sýn var framlag heimspekingsins René Descartes (1596–1650), sem áleit efnisheiminn eina risastóra vél, Jörðina þar með talda, svo og lífheim. Fræg er kennsla hans sem byggðist meðal annars á því að lima í sundur líkama dýra til þess að reyna að skilja hvernig hvert líf­ færi virkaði. Þannig aflimuðu nemar hans sprelllifandi dýr og óðu inn í iður þeirra til að skilja gangverk maskínunnar. Descartes sagði nemendum sínum að hundsa vein og krampakenndan sársauka dýranna þar sem hljóðin væru aðeins ískur í vél þeirra. En sem hugsuður hafði Descartes gífurleg áhrif og renndi styrkum stoðum undir vélræna vísindahyggju og vinnubrögð þess tíma og setti manninn og hugsun hans í öndvegi tilverunnar. Þessi sýn hefur breyst verulega með tilkomu vistfræði og jarðkerfafræði þar sem leitast er við að meta fyrirbæri sem virkar heildir og skilja samhengi. Ennþá situr þessi vélræni hugsunarháttur samt eftir í afmörkuðum kimum verkfræði á meðan hann á sannarlega heima í veröld tækninnar, svo sem í tölvufræðum. Vísindi eru vinnubrögð eftir settum reglum. Þau eru aðferðafræði sem hefur mótast í tímans rás. Þau eru ekki leit að algildum sannleika heldur hluti af eðlilegu, vitsmunalegu ferli, þekkingarleitinni. Vísindi snúast um þekkingu og skráningu en þau eru afmörkuð vegna þess að jafn mikilvægum þáttum skynseminnar, eins og siðferði og tilfinningum, er haldið utan við skráninguna. Þannig eru vísindi lykill að þekkingu og afar mikilvægur þáttur í heildarmynd – en alls ekki heildarmyndin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.