Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 99
TMM 2012 · 2 99 Hjálmar Sveinsson Hrifningaræði og örvænting í Thun Þess var víða minnst síðastliðið haust, að liðin voru 200 ár frá því Heinrich von Kleist batt enda á líf sitt 34 ára gamall við litla Wannsee í Berlín. Leikrit hans eru nú sviðsett sem aldrei fyrr, efnt er til upplestrarkvölda í borgunum þar sem Kleist gerði stuttan stans á hraðferð sinni í gegnum lífið og sett hefur verið upp stór og falleg sýning í Ephraim Palais í Berlín sem kallast á við aðra sýningu í Frankfurt an der Oder, fæðingarborg Kleists við pólsku landamærin 60 kílómetrum austur af Berlín. Bernd Heinrich Wilhelm von Kleist fæddist 1777 og var kominn af prúss­ neskum liðsforingjum langt aftur í ættir. Hann missti foreldra sína ungur, gekk í prússneska herinn 15 ára gamall og var orðinn liðsforingi þegar hann, sjö árum síðar, sagði sig úr hernum, í óþökk konungs, skráði sig í háskóla í heimaborg sinni og lagði stund á stærðfræði og náttúruvísindi. Háskólanámið varð þó endasleppt en það breytti engu um háleitar skoðanir hans um tilgang menntunar. Hann fékk vinnu við viðskiptaráðuneytið í Berlín, höfuðborg Prússlands, byrjaði að fást við skáldskap og las heim­ spekingana Kant og Rousseau af kappi. En heimspeki Kants hafði þau áhrif á Kleist að hugmyndir hans um fullkomnun og sannleika hrundu. Uppfrá því varð það grunnstef í hugsun hans og skrifum að líf okkar sé undirorpið tilviljunum og engan æðri tilgang sé að finna hér á jörðu. Kleist fór með Ulrike systur sinni til Dresden og þaðan til Parísar 1801 og þóttist ætla að stúdera stærðfræði en fannst Parísarbúar óþolandi yfir­ borðslegir. Fjórum mánuðum síðar var hann komin til Sviss og leigði sér hús á lítilli eyju í ánni Aar við smáborgina Thun. Þar ætlaði hann að gerast bóndi í anda kenninga Rousseaus um að hið „óbrotna líf“ bóndans væri nær sannleikanum en líf borgarbúans. Segja má að Kleist hafi orðið skáld þarna á eyjunni því að þar byrjaði hann á leikritinu Der zerbrochene Krug og ljóðaleiknum Robert Guiskard, sem hann síðar brenndi. Systur sinni skrifaði hann frægt bréf frá eyjunni þar sem hann segist stefna að því að „geta barn, yrkja ljóð og fremja hetjudáð, svo get ég dáið sæll“. Leikar fóru þó svo að Ulrike þurfti að sækja hann fárveikan fáeinum mánuðum síðar. Svissneski rithöfundurinn Robert Walser, einn sérstæðasti rithöfundur 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.