Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 123
É g s e m e r e n n a ð m y n d a s t TMM 2012 · 2 123 einstaklingurinn og vitund hans geta ekki hafið sig yfir náttúruna. Í ljóðinu „Risarnir“ er mælandi staddur í Suðursveit, „milli jökuls og hafs, / tveggja risa sem hvorugur sést“. Hann hefur lesið að áður fyrr „hafi oft mátt sjá hval, enn einn risann, hér úti fyrir / ströndinni“ og kannski hefur þá „einhver Frakkinn lent í hvalsmaga / Og ferðast á þann hátt enn víðar […]. Raunar lenda fæstir „í hvalsmaga“ en „það lenda samt allir í einhverjum risanum“ (VL 55). Hér er vísað til sjómanna á frönsku skútunum sem Þórbergur Þórðarson horfði til forðum en einnig til sögu Gamla testamentisins um Jónas í hvalnum – og þar með er komin tenging við skáldið sjálft. Í öðru ljóði sjáum við mann á skemmtiferðaskipi en hann er einnig hvalur, bæði í sjónum og í eigin huga og „tilverudjúpi“ (VL 10–11). Þótt einstaklingurinn sé smár geta risarnir synt í vitund hans. Bæði þessi ljóð eru úr Villilandi, en sá bókartitill vísar í senn til hafs, himins og ótaminnar náttúru á fastalandinu. Þar og víðar í bókum Jónasar birtist náttúran sem frelsandi afl er leyst getur manninn, að minnsta kosti um stundarsakir, úr fjötrum vanabundins samfélags. Hún talar kannski til okkar í gargi sjófugls eins og á við um manninn í ljóðinu „Stórt, nafnlaust“ í Hliðargötum; hann býr við þetta garg, „hann býr við þetta stóra // og ef að honum sækir eitthvert nöldur / þá réttir hann úr sér / sveipar sig gargi sjófugls“ (HG 56). En maður getur líka sveipast máli annarra risa og einn þeirra sveimar stöðugt um í hugardjúpi okkar, stundum samferða dauðanum en ekki alltaf: fortíðin. Jónas lítur oft um öxl í ljóðum sínum; eftir hann liggja allmörg ljóð um uppvaxtarár á Akureyri, þar ljómar af bernskunni og umhverfi hennar og í ljóðinu „Grunnlag“ í nýju bókinni, Broti af stað- reynd, segir hann um „Eyjafjarðarnorðrið“ að allt sem bæst hefur ofan á það í tímans rás „skolist burt hvert sinn er ég kem aftur hingað / hef Múlabjargið mér við öxl og hinumegin Kaldbak // og yfir og allt um kring eilífðarsjófugl: // hljóð sem mér finnst segja skýrar en mér er unnt / hvað ég er“ (BAS 58). Þarna er hann kominn aftur, þessi sjófugl, en hann breytir ekki því að sýn Jónasar til fortíðar er líka tregablandin. Í ljóðum sínum er hann oftar en ekki í leit að glötuðum tíma – svo að vísað sé til heitis hinnar miklu skáldsögu Marcels Proust. Þótt Jónas hefði dálæti á ýmsum ljóðskáldum, tel ég nokkuð víst að í huga hans stóðst ekkert þeirra samanburð við prósaskáldið Proust. Jónas náði með sjálfsnámi afar góðum tökum á frönsku og ég hef grun um að hann hafi einkum lagt þetta á sig til að geta lesið Proust gaumgæfilega á frummálinu. Hann las bindi sín af meginverki Prousts eiginlega í tætlur og yrkir í nýju bókinni ljóð um fögnuðinn sem greip hann er hann fékk ný eintök í hendur (BAS 20–21). Hann vék oft að Proust í samræðum okkar og reyndi þá að leiða mér fyrir sjónir að enginn annar skáldsagnahöfundur kæmist með tærnar að hælum Frakkans. Stundum fannst mér líkt og Proust væri hreinlega orðinn einn af „risunum“ í heimi Jónasar, með þeim yfir­ skilvitlegu þáttum sem fylgja ægistærð þeirra (en kannski var hann Frakki í hvalsmaga).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.