Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 48
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r 48 TMM 2012 · 2 sagan um Tereif, Proknu og Fílómelu, endar einmitt í lausn og frelsi með ummyndun í fugla. Fílómela er hliðstæða Öbbu á margan hátt, og sagan af örlögum hennar og systur hennar er áleitin við túlkun Skugga-Baldurs. Þjáningarsysturnar Abba og Fílómela Goðsagan um Tereif, Proknu og Fílómelu lýsir svo óhugnanlegum atburðum að við fátt verður saman jafnað. Níðingurinn Tereifur girnist mágkonu sína, Fílómelu. Hann rænir henni og lokar inni í veiðikofa fjarri mannabyggðum, en lýgur að Proknu eiginkonu sinni að systir hennar sé dáin. Hann heldur Fílómelu sem kynlífsþræl í heilt ár, nauðgar henni margsinnis og misþyrmir, og sker úr henni tunguna svo hún geti ekki sagt frá. Fílómela vefur alla söguna í vef sem hún kemur á laun til systur sinnar. Saman ná þær fram hrottalegum hefndum á Tereifi. Prokna ákveður í hljóðri bræði að myrða barnungan son sinn og Tereifs. Hún kastar blóðugu höfði sonarins framan í andlit föðurins, sem verður óður af bræði og tekur á rás á eftir systrunum. Þær breytast í fugla á flóttanum, Prokna í svölu en Fílómela í næturgala. Rauði liturinn í fjöðrunum er þá merki um morðið. Tereifur breytist í herfugl sem eltir þær um loftin (Kristján Árnason, 2009b). Þarna breyta systurnar um form sér til lausnar á flóttanum, til að bjarga lífi sínu. Hin miklu svik og hrottalegt ofbeldið sem Fílómela varð fyrir breytti þeim báðum varanlega hið innra. Þannig varð ummyndun yfir í fugla frelsandi á flóttanum undan Tereifi, en einnig undirstrikar ummynd­ unin þá breytingu sem varð á þeim systrum og er eðlilegt framhald á henni. Báðar eru þær merktar ódæðinu (nokkrar tegundir svala og næturgalinn hafa rauðan lit í fjöðrum) og flóttinn heldur áfram eftir ummyndunina, því herfuglinn Tereifur mun áfram elta þær í hinu nýja formi. Það eru málagjöld þeirra fyrir barnsdrápið. Sál þeirra er hin fasta stærð sem ekki breytist, en þær færa sig úr einum líkama í annan, líkt og hugmyndir Pýþagórasar um breytileika heimsins gera ráð fyrir. Fílómela og Abba eru þjáningarsystur, báðar veikburða fórnarlömb kvalara sinna. Abba þurfti að þola kynferðisofbeldi líkt og Fílómela, á lýsis­ skipi sjómannanna sem faðir hennar seldi hana til. Abba er mállaus eins og Fílómela þó ekki hafi verið skorin úr henni tungan. Einnig hún þurfti að dúsa í litlum kofa þar sem Friðrik fann hana og leysti til sín. Í báðum sögum kemur barnsdráp við sögu. Systir Fílómelu myrti barnið sem hún átti með kvalara systur sinnar, og Abba var handtekin fyrir að bera út barnið sem varð til eftir kynferðisofbeldið sem hún var beitt á skipinu. Þegar svo kom að greftrun Öbbu flutti Friðrik ljóð um fugla, og spilaði á litla flautu stefið úr „Dauða næturgalans“ eftir Schubert, sem er líkt og tileinkun til hinnar óvíðsku hliðstæðu Öbbu, Fílómelu, sem ummyndaðist einmitt í næturgala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.