Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 93
F r e s s k e t t i r TMM 2012 · 2 93 bíómynd. Óskar var miður sín í marga daga á eftir en áræddi loks að bera þetta upp við móður sína, taugaóstyrkur og varkár. „Hvar heyrðirðu þessa kjaftasögu?“ spurði hún hryssingslega. „Þetta var bara slys. Bölvaður kjáninn var alltaf að fikta með þessar byssur sínar og ég var margbúin að grátbiðja hann um að losa sig við þetta helvítis drasl og haga sér eins og fullorðinn maður.“ Þessar upplýsingar melti Óskar af og til næstu árin, gleymdi þessu á löngum köflum en þegar hann hugsaði um þetta aftur var eins og það hefði ekki vikið úr huga hans. Loks tók hann málið upp við Báru eitt kvöldið þegar hann var vel í glasi, nýlega búinn að uppgötva töfra áfengisins, hvernig það í senn virtist létta af honum sorginni og velta honum upp úr henni í þjáningarfullri nautn. Í slíku ástandi hringdi hann í Báru og sagði for­ málalaust: „Mamma sagði að þetta hefði bara verið slysaskot hjá pabba.“ Bára þagði góða stund. Spurði síðan hvar hann væri og hvort hann væri fullur. „Var þetta slysaskot hjá pabba?“ endurtók hann. – Hún andvarpaði, hikaði og sagði síðan: „Ég hef aldrei heyrt um slysaskot þar sem fólk beinir byssu að gagnauganu.“ Pabbi þeirra var aldrei mikið heima og þegar hann var heima var hann oftast vant við látinn, stundum að tala áhyggjufullur í símann, stundum niðursokkinn í pappírsvinnu inni í skrifstofuherbergi. Hann var ekki mjög strangur, ekki í sífellu að banna þeim og skipa þeim fyrir eins og móðirin, en gat rokið upp í bræði ef þeir bræður voru með hávaða. Hann þurfti alltaf að hafa næði. Einu sinni þegar Óskar var átta ára stíflaðist baðvaskurinn. Þegar hann var búinn að þvo sér í framan með þvottapoka eins og mamma hafði kennt honum og bursta tennurnar rann vatnið ekki niður úr vaskinum heldur hálf­ fyllti hann. Óskar óttaðist að þetta væri honum að kenna eða honum yrði kennt um það. Samt fór hann skelfdur inn í eldhús þar sem foreldrarnir sátu yfir morgunkaffinu og sagði frá þessu. „Alveg rétt, fjandans vaskurinn,“ sagði faðir hans glaðlega, reis á fætur í hvítri skyrtu og svörtum buxum og náði í rörtöng út í bílskúr. Hann tók Óskar með sér inn á baðherbergi og sýndi honum hvernig átti að beita rörtönginni, losa vaskinn frá rörinu, fjarlægja hroðann úr rörinu og festa vaskinn aftur. Síðan sagði hann við mömmu: „Við Óskar erum búnir að laga vaskinn.“ Óskar roðnaði af stolti. Upp frá þessu kenndi pabbi honum af og til að gera við. Yfirvegað og rólega. Skipta um dekk á bílnum, skipta um kerti og viftureim, skipta um ljósaperur, gera við reiðhjólið, festa lausa gólflista, setja upp ný gluggatjöld. Óskar þurfti lítið að spyrja en öllum spurningum var svarað skýrt og greinilega með sýnidæmum: „Sjáðu, svona.“ Hann horfði á sterklegan hand­ legginn, hvíta uppbretta skyrtuermina, röddin sefaði og lærdómurinn var fyrirhafnarlaus. Ávallt síðan fann hann koma yfir sig þessa sömu ró þegar hann gerði við eitthvað smálegt, tók í sundur og setti saman eða dyttaði að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.