Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 11
V í s i n d i o g v i s k a J a r ð a r TMM 2012 · 2 11 Skynsemin streymir fram þegar rökhugsun og tilfinningar blandast. Sé þetta tvennt að skilið hnignar hugsuninni og hún verður geðsýki að bráð og tilfinn­ ingunum hnignar líka og þær verða að taugaveiklun og lífshættulegri ástríðu. Erich Fromm (1900–1980). Þýskur sálfræðingur, heimspekingur og lýst sem lýðræðislegum sósíalista. Þýðing: Guðmundur Andri Thorsson 2010. Í þessu heimildaverki eru vísindi leiðarstef í hinni miklu hljómkviðu Jarðar. Til þess að hljómkviðan ómi skýrar er reynt að flétta inn í leiðarstefið ýmsum öðrum fróðleik, sem einnig er hluti af heildarmynd og á að virka sem mynd­ rænar, heimspekilegar, þjóðsögulegar og siðferðislegar bakraddir – en þær eru samt ekki hljómkviðan öll, til dæmis vantar fuglasöng, vindgnauð, öskur eldfjalla, fossanið og öldugjálfur … Ef til vill mun maðurinn aldrei þroskast svo að hann öðlist heildarsýn á Móður Jörð en hann getur sannarlega komist nær því marki. Til þess þarf hann ekki að leggja mikið á sig en hann þarf bæði að vita hver hann er og vanda sig betur við að lifa. Fáir hafa útskýrt heildræna hugsun, einstaklingseðlið, betur en svissneski sálfræðingurinn Carl Gustav Jung (1875–1961). Hann áleit skýrast að nota austræna alheimshjólið, mandala, sem táknmynd fyrir huga mannsins og skilgreindi þar fjóra meginþætti á tveimur ásum. Í einfaldri mynd þess­ arar kenningar byggir annar ásinn á skynsemi; hinn á órökrænni skynjun. Skynsemismegin er hugsun og tilfinning. Athugið að tilfinning er skilgreind sem skynsemi. Á hinum órökræna ási er skynjun og innsæi. Hugsun byggir á rökhugsun. Hún túlkar hlutina. Tilfinning metur aðstæður og fyrirbæri. Skynjun og innsæi aðvara okkur án þess að túlka eða meta aðstæður. Þessi fjórfalda skilgreining heildstæðrar hugsunar er ekki aðeins kenn­ ing Jungs heldur á hún hliðstæður víða, svo sem í heimi himalæjabúdd­ ista, hindúa á Indlandi og frumbyggja Norður­Ameríku. Og með því að iðka heildstæða hugsun dagsdaglega og í öllum okkar athöfnum tökum við ákvarðanir sem eru vandaðri en áður og byggja ekki aðeins á þekkingar­ brotum heldur á djúpstæðari hugsun þar sem innsæi, tilfinning og siðferði fær sess. Maðurinn glímir við ótal fortíðardrauga. Hann hefur verið ógæfusamur og lent í miklum villum. Verst var að missa sýn á lifandi Móður Jörð. Með því glataði hann sambandi við sjálfan gangráð lífsins. Hann skildi æ minna í heildarsamhenginu og tók að fúska við að vera „herra Jarðarinnar“, breyta vistkerfum Jarðar eftir sínu höfði án heildarskilnings á gerðum sínum. Ekki hefur verið hlustað á varnaðarorð um mengun, eyðingu búsvæða og afleiðingar óheftrar röskunar vatnafars og augunum hefur verið lokað fyrir öllum þeim risavandamálum sem herja nú á heim lífsins af síauknum þunga. Því ef litið er til stærðfræðilegrar smættunar – þá eru heldur engin vandamál sýnileg, aðeins tölur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.