Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 94
Á g ú s t B o r g þ ó r S v e r r i s s o n 94 TMM 2012 · 2 Í gegnum Báru fékk Óskar einhverja mynd af falli fjölskyldufyrirtækisins. Hörð samkeppni hafði komið frá fyrirtækjum sem höfðu ítök inn í stjórn­ málaflokka. Þetta varð til þess að sumir heildsalar hættu að skipta við fyrirtækið og bankalán urðu torfengnari. En hvernig sem í þessu lá runnu allar eignir fyrirtækisins til lánardrottna eftir dauða hans og ekkjan sat eftir með hús sem hún gat ekki borgað af. Hún sagði: „Æ, hann var óttalegur eyðsluseggur. Það þurfti til dæmis alltaf að kaupa nýjan bíl annað hvert ár“. Óskar minntist þess að einu sinni voru samtímis þrír bílar á heimilinu, einn splunkunýr, annar nýlegur og einn gamall. Það þótti óvenjulegt á þessum tíma ólíkt því sem síðar varð. „Og allar þessar ferðir til að hitta kúnna í Danmörku og Svíþjóð og Þýskalandi – þetta voru rándýrar fyllirísreisur,“ sagði móðirin. Þrisvar fór fjölskyldan sjálf til Mallorca á árunum upp úr 1970. Óskar og Bragi hlupu eftir ströndinni og busluðu í sjónum sem var kaldur í fyrstu en volgur eins og baðvatn eftir dálitla stund. Undir iljunum var sléttur og mjúkur sandur, ólíkur fjörugrjótinu heima sem ískaldar öldur brotnuðu á. Fram undan blasti við sjóndeildarhringurinn, himinn og haf mættust í blæbrigðalausri og friðsælli eilífð. Mamma og Bára lágu í sólbaði en pabbi hékk á standbarnum allan daginn. Á kvöldin borðuðu þau á veitingastöðum. Þá var pabbi yfirleitt orðinn rauður í framan og óþægilega kátur. Eftir að þau fluttu í blokkina urðu utanlandsferðir fjarlægur draumur. Minningin um þær óraunveruleg eins og ímyndun. Það var var einhver allt annar strákur sem hafði leikið sér á ströndinni á Mallorca. Sá strákur var ekki lengur til. Það varð bræðrunum töluvert áfall að skyndilega voru ekki neinir peningar til lengur. Í nýja skólanum þekkti þá enginn en áður höfðu þeir notið aðdáunar skólafélaganna fyrir flottu bílana hans pabba, sólar­ landaferðirnar og sjónvarpsauglýsingar fyrirtækisins þar sem þjóðþekktur gamanleikari mundaði borvél og slípirokk. Í nýja hverfinu voru þeir núll og nix. Vasapeningar voru úr sögunni. Hvað eftir annað var ísskápurinn hálf­ tómur. Það kom fyrir að Óskar sofnaði svangur eða fór svangur í skólann. Oft vantaði tannkrem, stundum jafnvel klósettpappír. Þegar þau héldu fyrstu jólin í blokkaríbúðinni hafði hann ekki fengið nýja flík í meira en ár. Það hafði aldrei gerst áður. Allt í einu þurftu Óskar og Bragi að deila herbergi. Það olli því að um tíma slógust þeir meira en áður. Síðan hætti það að skipta máli. Fátæktin vandist en lífið varð dapurlegt og Óskar áttaði sig á því að hann hafði ekki haft hugmynd um hvað hann hafði verið hamingjusamur. Oftast var söknuðurinn ómeðvitaður og hugurinn bundinn við viðfangsefni dagsins. En sorgin litaði allt grátt. Þegar hann skrúfaði frá krananum inni á baðherbergi sá hann fyrir sér sterklegan handlegg föður síns á rörtönginni og hvíta skyrtuermina, heyrði rólega og yfirvegaða röddina leiðbeina sér. Í þessari mynd var faðirinn enn lifandi í vitund hans og hún var ekki bara söknuður heldur líka sérkennileg huggun. Fyrstu dagana eftir að þau fluttu í blokkina beið Grettir oft eftir þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.