Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 108
108 TMM 2012 · 2 Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Allir Íslendingar eru blátt áfram framkvæmdaglaðir listamenn, náttúrubörn og víkingar og sannlega einstakir í sinni röð Fjöldinn allur af þegnum Sambandslýðveldisins Þýskalands er heillaður af Íslandi og yfir sumarmánuðina verður stundum vart þverfótað fyrir þýskumælandi túrhestum á landinu. Flestir þeirra láta hrífast af mikil­ fenglegri náttúrunni en einhverjir eiga það til að falla í stafi fyrir meintum eiginleikum íslenskrar þjóðarsálar – ekki síst þeirri knýjandi sköpunarþörf sem þeir telja landann búa yfir. Og margir trúa því eins og nýju neti að í okkur Íslendingum blundi listamaður sem bíður þess uppbelgdur af frjósemi að springa út og fá útrás fyrir þessa þörf. Þeir standa í þeirri meiningu að Íslendingar séum öðrum þjóðum framkvæmdaglaðari og hugmyndaríkari, að manneskjur eins og hinn nafntogaði Kiddi vídeófluga á Egilsstöðum séu hinn dæmigerði Íslendingur, að íslensk börn lesi öll sem eitt íslenskar miðaldabókmenntir af áfergju og bregði sér í hlutverk persóna Íslendinga sagnanna í leik sínum – ég er Gunnar og þú ert Njáll1 – álfatrú sé hér útbreidd og að landinn láti sig menningararfleifð sína almennt miklu varða … Ísland var heiðursgestur Bókasýningarinnar í Frankfurt við Main í Þýska­ landi síðastliðið haust og framgangan þar verðskuldar sannarlega húrrahróp út í eitt. Þar var landið hafið upp til skýjanna og var klifað svo ákaft á öllum þeim jákvæðu klisjum, sem landið er oftlega spyrt saman við, að sú tilfinn­ ing skaut upp kollinum að verið væri að hæðast að þessu öllu saman. Sú var þó ekki raunin. Þar á meðal komu út þónokkrar bækur fyrir téða bókasýningu eftir þýskumælandi höfunda þar sem Ísland og ekki síst Íslendingar eru í aðal­ hlutverki. Er skemmst frá því að segja að metnaðarfullt upplýsinga­ og áróðursmálaráðuneyti gæti í flestum tilfellum ekki dregið upp jákvæðari mynd af landi og þjóð. Og þessi mynd grasserar í hugum margra þeirra stoltu Þjóðverja sem smitaðir eru af Íslandsblæti. Reyndar verða Þjóðverjar að fara einkar varlega með orð á borð við stoltur í samhengi við heimalandið en að sama skapi geta þeir fengið útrás fyrir orðið þegar kemur að lítilli eyþjóð norður í Ballarhafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.