Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 122
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 122 TMM 2012 · 2 konar hálfkæringi sem maður veit ekki hvort kenna skal við kímni eða þunglyndi (nema hvort tveggja sé), eins og þegar ljóðmælandi segist „hálf­ tregur“ að kála sér, „fyrst ég á nokkur verðbréf og móður“ og möguleiki sé á því að „Akureyrarliðin“ verði „dag einn sameinuð“. Með vísun til Nietzsches gerir hann grín að þessari „smáu“ hugsun, en ljóðinu, sem heitir „Mynstur“ (TÁ 28–29) lýkur svo: Ég hjóla út fyrir bæinn, sest í grasbrekku, kvöldið teygir rauðasjó inn allan fjörð að fótum mér; kitlandi boð að stíga útá þann dregil – kannski verða liðin aldrei sameinuð og annað eftir því kannski verður þeim sundrað enn meir Fuglar teikna flugmynstur í roðann þetta er fallegt, hvað á maður að gera? Þannig má sjá skáldið gera tvennt í senn: draga fram, í raun skapa, fegurðina sem við blasir, og grafa þó jafnframt undan henni, spyrja um samhengi hennar og tilgang. Þetta ljóð kallar raunar beinlínis á annað sem heitir „Reykvísk hamingja“ og er í Hliðargötum. Þar situr ljóðmælandi við Reykjavíkurhöfn og það virðist koma honum á óvart að hann sér hamingju sína speglast innan um bátana og út allan flóa. Síðan tekur hann eftir björg­ unarsveit að ganga fjörur, „leita að líki við fætur mér“. Leitarmenn finna semsé hann þarna fyrir og hann spyr: „er það rétt sem mér sýnist / að jafnvel leit að líki / falli hnökralaust að fegurð þessa dags?“ (HG 34–35). Það er erfitt að lesa þetta ljóð nú, vitandi að sveit manna leitaði að Jónasi þar sem hann var örendur í fallegu vatni suður á Ítalíu í sumar. Líf og ljóð fara jafn misk­ unnarlaust saman og fegurð og dauði. Risar og töfrar Eitt ljóða Jónasar heitir „Athuganir dauðafræðings“. Ljóðmælandi er staddur í lest á leið yfir sléttu, fjöll birtast og hverfa, og athuganir hans spretta af hverfulleikanum í bókstaflegum skilningi og jafnframt er „sem dauði minn hlaðist upp / bakvið tjöld stundarinnar“ (HEM 48). Dauðinn er förunautur, nátengdur merkingarleitinni, tímanum og tilfinningu fyrir honum, fyrir því sem líður og liðið er. Dauðinn er ekki tengdur neinni örvæntingu í skáldheimi Jónas heldur birtist hann sem náttúruafl; hann er einn af risunum. Einnig að þessu leyti má segja að náttúruskáldið Jónas líti til forkólfa rómantísku stefnunnar – hann viðurkennir afl eða vídd sem þeir kölluðu hið „súblíma“ og reynt hefur verið að þýða á ýmsan hátt á íslensku: hið háleita, ægifagra eða mikilfenglega. Hann viðurkennir það að minnsta kosti í þeim skilningi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.