Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 26
H a u k u r I n g va r s s o n 26 TMM 2012 · 2 höfundarferli, kannski svolítið lágstemmt upphaf en það var meðvitað að fara ekki of geyst fram.“ Milli ljóðabókanna tveggja ritstýrði Sölvi Björn Ljóðum ungra skálda en sú bók hafði að geyma ljóð eftir höfunda á aldrinum 17 til 30 ára. Sum skáldanna, eins og t.d. Andri Snær Magnason og Sigurbjörg Þrastardóttir höfðu þegar getið sér nafn en önnur voru algjörlega óþekkt. Vinnan við bókina gerði Sölva kleift að kynna sér það sem önnur skáld á hans reki voru að fást við en sjálfur átti hann ekki ljóð í bókinni. Hann segist að sér hafi sjálfum fundist hann eiga meiri samleið með þeim skáldum sem áttu hefð­ bundin ljóð í bókinni en þeim sem ortu órímað án þess þó að hann hafi tekið sér stöðu á einhverjum tilteknum bás eða fundist hann vera hluti ákveðinnar kynslóðar eða bylgju. Hann var fráleitt orðinn þroskaður höfundur, að eigin sögn, og ekki kominn með mótaða skáldskaparsýn: „Ég orti vísur sem krakki, leirburð eins og gengur og gerist. En svo fann ég að þetta átti við mig og sem unglingur datt ég í Stein Steinarr, apaði eftir honum. Það eru nokkur ljóð í þessum fyrstu bókum sem eru ort í hans stíl. Hann vann náttúrulega í þessu hefðbundna formi lengi vel og þessi fimmliða háttur sem hann orti gjarna undir heillaði mig mikið. Ég hef nú gluggað í þýðingar mínar á Keats svona síðar meir og komið auga á bragvillur svo ég hef nú ekkert alveg verið búinn að negla þetta. En formið, þessi íslenska bragfræði höfðaði mjög sterkt til mín – bara sem músík – og gerir enn. Það er eiginlega ekki fyrr en fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef getað hnoðað saman einhverju óstuðluðu og órímuðu. Þannig að þetta sat í mér.“ FERðALAG Þú leggur upp í langferð einn á báti í leyndri blekking þess sem hjartað ann. Þú óskar þess að ferðast firrtur gráti og finna það sem enginn annar fann. En vegferð þín er engu ólík hinna svo enginn maður sér þar nokkurn mun. Þín sorg er vís því sjálfur munt þú finna hinn sama veg og sömu tilætlun. Þú ferðast sömu götu og hinir gengu, svo gleymist allt sem þér var gert í vil. Því vegferð þín er eilíf leit að engu og endastöð þess vegs er ekki til.3 Í Vökunóttum glatunshundsins er afstaða ljóðmælanda til þess heims sem hann lýsir breytt; í stað þess að ‚apa‘ eftir eldri skáldum er unnið úr skáld­ skap þeirra sjálfstætt og afstaðan gjarnan írónísk. Í titilljóðinu yrkir Sölvi Björn t.d. um skáld og rithöfunda sem gerðu París að fyrirheitna landi ungra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.