Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 140

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2012 · 2 Rannsóknir á ævi Gunnars Gunnarssonar Nokkrar atrennur hafa verið gerðar að því að skrifa ævisögu Gunnars Gunn­ arssonar. Í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars árið 1959 kom út bók Svíans Stellans Arvidsson, sem nefndist ein­ faldlega Gunnar Gunnarsson, en Arvidsson var einn allra ötulasti stuðn­ ingsmaður Gunnars í gegnum árin og þýddi nokkur verka hans á sænsku. Árið 1964 gaf Sigurjón Björnsson út hina sál­ greinandi rannsókn sína á Gunnari og Fjallkirkjunni, eins og áður er getið, og margt í hugmyndum hans um skáldskap Gunnars er samhljóða því sem Arvids­ son setti fram í sinni bók. Á það sér­ staklega við túlkun þeirra tveggja á hinum sálfræðilega drifkrafti á bak við skriftir Gunnars en Sigurjón útfærir þá túlkun mun ítarlegar enda sálfræðingur og starfandi sálgreinir á ritunartíma bókarinnar. Fyrir sex árum kom út bók Halldórs Guðmundssonar, Skáldalíf. Ofvitinn úr Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri (2006), þar sem spyrtir voru saman jafnaldrarnir Gunnar Gunnarsson og Þórbergur Þórðarson og fjallað um ýmsa þætti úr lífi þeirra og verkum. Bók Halldórs er að mörgu leyti afar vel heppnuð og samanburðurinn á þessum tveimur gagnólíku skáldum víða bæði fróðlegur og skemmtilegur. Skáldalíf er þó ekki ævisaga af svipuð­ um toga og bók Halldórs Guðmunds­ sonar um Halldór Laxness, sem hann sendi frá sér ári áður, og kannski má líta á hana sem nokkurs konar framhald að ævisögu Laxness; mynd af helstu mót­ leikurum Halldórs Laxness á hinu íslenska skáldskaparsviði á fyrri hluta tuttugustu aldar. Eins og mörgum er kunnugt vann Sveinn Skorri Höskulds­ son bókmenntaprófessor lengi að rann­ sókn á ævi og verkum Gunnars en entist ekki aldur til að ljúka því verki. Jón Yngvi greinir frá því í eftirmála bókar sinnar að hann hafi haft aðgang að gagnasafni Sveins Skorra og handritum og segir það hafa verið sér „mikil stoð við samningu bókarinnar“ (534). En hann hnykkir þó á því að bók sín eigi „lítið sameiginlegt með þeirri ævisögu sem Sveinn Skorri vann að. Til þess eru fræðilegar áherslur okkar og áhugamál of ólík“ (534). Fræðilegt samhengi Jón Yngvi skiptir bók sinni niður í níu kafla og velur hverjum kafla að yfir­ skrift hin mismunandi aðsetur Gunnars Gunnarssonar á æviferli hans. Þannig ber fyrsti kaflinn yfirskriftina „Fljóts­ dalur – Vesturárdalur“ og vísar til fæð­ ingarstaðar og bernskustöðva Gunnars og síðasti kaflinn ber yfirskriftina „Viðey“ þar sem hann og kona hans eru grafin. Kaflar tvö til sex bera svo heiti hinna ýmsu aðsetra Gunnars í Dan­ mörku en í sjöunda og áttunda kafla er hann kominn aftur til Íslands og dvelur fyrst á Skriðuklaustri og að lokum á Dyngjuvegi í Reykjavík. Ævisögu Gunn­ ars rekur Jón Yngvi í réttri tímaröð og er augljóst að bókin er byggð á margra ára rannsóknum og gífurlegri heimilda­ vinnu, eins og allar góðar ævisögur. Stíll Jóns Yngva er blátt áfram og læsilegur og hvergi flækjast fræðilegar útlistanir fyrir lesandanum þótt augljóst sé að höfundurinn er bókmenntafræðimennt­ aður og vel heima í íslenskum og nor­ rænum tuttugustu aldar bókmenntum. Fræðilegt samhengi er þó vissulega til staðar í skrifum Jóns Yngva og má nefna tvennt sem vakti sérstaklega athygli mína í því samhengi. Í fyrsta lagi má sjá áhrif kynjafræði í skrifum Jóns Yngva, hann leggur víða áherslu á það hvernig metnaður Gunn­ ars Gunnarssonar beinist að því að falla inn í borgaralegt hlutverk fjölskylduföð­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.