Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 133
Á d r e p u r TMM 2012 · 2 133 fremur á, að bókfærðir fjárstyrkir voru aðeins hluti þeirrar fjárhagsaðstoðar, sem íslenskir sósíalistar nutu að austan. Sumt hefur verið strangleynilegt, til dæmis þegar leyniþjónusta Kremlverja átti í hlut. Einnig fengu sósíalistar stundum prentuð rit, pappír eða prent­ vélar fyrir lítið fé eða ekkert frá komm­ únistaflokkum erlendis. Kremlverjar kostuðu rekstur Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, þar sem einn eða tveir menn voru í fullu starfi, og hefur það eflaust nýst Sósíalista­ flokknum. Margir íslenskir sósíalistar stunduðu nám í kommúnistaríkjunum, sem þeir greiddu ekki sjálfir fyrir, held­ ur almenningur þeirra landa. Enn frem­ ur þáði fjöldi manns boðsferðir til kommúnistaríkjanna, sem þóttu á þeim árum veruleg fríðindi. Allt veitti þetta forystusveit Sósíalistaflokksins drjúgt úthlutunarvald í fátæku landi. Árni Björnsson lætur eins og lýsingar dr. Þórs Whiteheads prófessors um bylt­ ingarþjálfun íslenskra kommúnista í rússneskum leyniskólum hafi verið hraktar. Því fer fjarri. Þrír Moskvufar­ anna sögðust beinlínis hafa fengið til­ sögn í vopnaburði, Benjamín Eiríksson, Helgi Guðlaugsson og Andrés Straum­ land, en systir hins fjórða, Þórodds Guðmundssonar, hafði hið sama eftir honum. Að sögn Helga Guðlaugssonar hlaut Hallgrímur Hallgrímsson einnig hernaðarþjálfun, og gerðist hann sjálf­ boðaliði í spænska borgarastríðinu. Í nýrri bók danska fræðimannsins Niels Eriks Rosenfeldts, Verdensrevolutionens generalstab. Komintern og det hemme- lige apparat (Herráð heimsbyltingarinn­ ar. Alþjóðasamband kommúnista og launráð þess), er staðfest, að vopnaburð­ ur var kenndur í leyniskólunum í Moskvu. Hið sama kemur fram í öðrum helstu fræðiritum um starfsemi Komin­ terns og skólahald þess. Hverjir voru úthrópaðir? Árni Björnsson kvartar undan því, að forystumenn kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins séu nú „úthrópaðir sem glæpamenn af ótíndum strákum fyrir það eitt að álpast til að trúa ísmeygilegum áróðri. Sérstaklega þar sem sú trúgirni gerði engum illt nema þeim sjálfum.“ Í bók minni sýni ég hins vegar fram á, að nægar heimildir voru Íslendingum aðgengilegar um kúgunina og eymdina í kommúnistaríkjunum, allt frá því að Liba Fridland flutti hér fyrir­ lestra 1923 um ástandið í Rússlandi og til innrásarinnar í Tékkóslóvakíu 1968, en þá segir Árni, að vonir flestra íslenskra sósíalista hafi brostið. Ég lýsi því, hvernig íslenskir kommúnistar og sósíalistar reyndu ýmist að kæfa slíkar raddir eða hrópa niður, til dæmis bók Aatamis Kuorttis 1938 um vinnubúðir Stalíns og greinar Arthurs Koestlers 1946 um lífið undir ráðstjórn. Hverjir voru úthrópaðir? Þeir, sem sögðu sannleikann um Ráðstjórnarríkin og fylgiríki þeirra eftir að hafa verið þar, til dæmis Benjamín Eiríksson og Arnór Hannibalsson. „Skrifaðu! Við lesum það ekki,“ hvæsti Jón Rafnsson að Benjamín á götu í árslok 1939. Gert var lítið úr þeim, sem leyfðu sér að gagnrýna Ráð­ stjórnarríkin, til dæmis Steini Steinarr 1956 (sem Magnús Kjartansson hæddist að í leiðara Þjóðviljans) og Jóni Óskari 1964 (sem Þorsteinn frá Hamri orti um gamankvæði í Þjóðviljann). „Því voruð þið að kjafta frá?“ spurði Jón Múli Árnason Stein Steinarr og Agnar Þórð­ arson eftir fræga Bjarmalandsför þeirra. Rek ég mörg fleiri dæmi í bókinni. Óttinn við útskúfun hafði sín áhrif. Sverrir Kristjánsson trúði Ævari Kvaran og Baldvini Tryggvasyni fyrir því, að hann hefði misst trúna á Ráðstjórnar­ ríkin, en vildi ekki segja frá því opinber­ lega til að styggja ekki vini sína. Á efri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.