Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 64
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r
64 TMM 2012 · 2
ég elti hann að
elta glefsandi skepnu, hún nær mér ekki, hugsa ég
en þú, spyr ég39
Hér minna elskendurnir á þau Narkissus og Ekkó sem fyrr var minnst á úr
Ummyndunum Óvíds. Narkissus er ástfanginn af eigin spegilmynd og Ekkó
elskar Narkissus sem hafnar henni. Narkissus eltir uppi sína innri loga líkt
og elskhuginn eltir drekann, dælir í sig eitrinu til að nálgast vímuna í eigin
blóði. Um Narkissus segir í 3. bók Ummyndana:
Það sem þú eltir er ekki neins staðar, það sem þú annt hverfur þér ef þú snýrð þér
við. Þetta sem þú eygir er ekki nema endurspeglaður svipur, hann er ekkert í sjálfu
sér en eltir þig hvert sem þú ferð, hann hverfur héðan burt með þér ef þú kemst þá
nokkurn tíma burt.40
Konan talar tungumál einsemdar líkt og Ekkó sem heyrir einungis rödd
sína bergmála. Bæði Ekkó og Narkissus eru á valdi tálsýnar ástarinnar, þau
leita og þrá það sem ekki verður fengið – samruna. Guðni Elísson bendir
á að samrunafantastía felist í nafninu blysfarir, sem sé algengt brúðkaups
eða hjónabandstákn í vestrænni bókmenntasögu og nefnir hann m.a. í því
samhengi Ummyndanir Óvíds og sögu Dídóar í Eneasarkviðu Virgils. Þær
Dídó og konan í Blysförum eiga það sameiginlegt að trúa á blekkinguna – að
ástarsambandið eigi möguleika. En logandi kyndlar voru hluti af helgiat
höfnum í grískum og rómverskum brúðkaupum, þeir voru táknmynd sam
einingar.41 Nafn sögunnar er margrætt tákn líkt og drekinn, kallast á við
samfarir, draumfarir, bálfarir og eldblossa ástríðunnar. En í ástarljóðabálki
Biblíunnar, Ljóðaljóðunum segir í 6. versi 8. kapítula:
Legg mig sem insiglishring við hjarta þér,
sem innsiglishring við armlegg þinn.
Því að elskan er sterk, eins og dauðinn
ástríðan hörð eins og Hel;
blossar hennar eru eldblossar,
logi hennar logi Drottins.42
Blossar ástríðunnar eru eldblossar, og í versinu að ofan tengist ástríðan
trúnni. Þeir blossar, kyndlar og glóðir sem loga í Blysförum eru annars konar
ástríða, eða hvað? Aftur og aftur er vísað í trúna og konan fórnar sér líkt og
Jesús Kristur. Fiskurinn, tákn Krists, gengur í gegnum ljóðsöguna og síðasta
dag elskendanna, þá drepa þau fiskinn saman:
og við stingum
annars hugar göfflum í fiskinn sem við drápum
saman og
það er eitthvað við það, eitthvað trist
og við leiðumst
í glæpanóttinni út á flugvöll án þess að þögnin slitni43