Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 64
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 64 TMM 2012 · 2 ég elti hann að elta glefsandi skepnu, hún nær mér ekki, hugsa ég en þú, spyr ég39 Hér minna elskendurnir á þau Narkissus og Ekkó sem fyrr var minnst á úr Ummyndunum Óvíds. Narkissus er ástfanginn af eigin spegilmynd og Ekkó elskar Narkissus sem hafnar henni. Narkissus eltir uppi sína innri loga líkt og elskhuginn eltir drekann, dælir í sig eitrinu til að nálgast vímuna í eigin blóði. Um Narkissus segir í 3. bók Ummyndana: Það sem þú eltir er ekki neins staðar, það sem þú annt hverfur þér ef þú snýrð þér við. Þetta sem þú eygir er ekki nema endurspeglaður svipur, hann er ekkert í sjálfu sér en eltir þig hvert sem þú ferð, hann hverfur héðan burt með þér ef þú kemst þá nokkurn tíma burt.40 Konan talar tungumál einsemdar líkt og Ekkó sem heyrir einungis rödd sína bergmála. Bæði Ekkó og Narkissus eru á valdi tálsýnar ástarinnar, þau leita og þrá það sem ekki verður fengið – samruna. Guðni Elísson bendir á að samrunafantastía felist í nafninu blysfarir, sem sé algengt brúðkaups­ eða hjónabandstákn í vestrænni bókmenntasögu og nefnir hann m.a. í því samhengi Ummyndanir Óvíds og sögu Dídóar í Eneasarkviðu Virgils. Þær Dídó og konan í Blysförum eiga það sameiginlegt að trúa á blekkinguna – að ástarsambandið eigi möguleika. En logandi kyndlar voru hluti af helgiat­ höfnum í grískum og rómverskum brúðkaupum, þeir voru táknmynd sam­ einingar.41 Nafn sögunnar er margrætt tákn líkt og drekinn, kallast á við samfarir, draumfarir, bálfarir og eldblossa ástríðunnar. En í ástarljóðabálki Biblíunnar, Ljóðaljóðunum segir í 6. versi 8. kapítula: Legg mig sem insiglishring við hjarta þér, sem innsiglishring við armlegg þinn. Því að elskan er sterk, eins og dauðinn ástríðan hörð eins og Hel; blossar hennar eru eldblossar, logi hennar logi Drottins.42 Blossar ástríðunnar eru eldblossar, og í versinu að ofan tengist ástríðan trúnni. Þeir blossar, kyndlar og glóðir sem loga í Blysförum eru annars konar ástríða, eða hvað? Aftur og aftur er vísað í trúna og konan fórnar sér líkt og Jesús Kristur. Fiskurinn, tákn Krists, gengur í gegnum ljóðsöguna og síðasta dag elskendanna, þá drepa þau fiskinn saman: og við stingum annars hugar göfflum í fiskinn sem við drápum saman og það er eitthvað við það, eitthvað trist og við leiðumst í glæpanóttinni út á flugvöll án þess að þögnin slitni43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.