Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 96
Á g ú s t B o r g þ ó r S v e r r i s s o n 96 TMM 2012 · 2 hlógu og foringinn fleygði handklæðinu í hann með orðunum: „Sjensinn að þú fáir að sleppa við landafræði!“ Upp frá því féll hann þokkalega í hópinn og var ekki tekinn fyrir aftur. Stuttu síðar var móðirin hins vegar boðuð á fund skólastjórans vegna þess að Bragi hafði gefið bekkjarfélaga sínum blóðnasir. Þetta var tveimur mánuðum eftir að kötturinn Grettir týndist og bekkjar­ félaginn sagðist hafa drepið hann. Bragi launaði honum þá gamansemi með hnefahöggi. Hann var líka látinn í friði í skólanum eftir þetta. Bragi var í senn viðkvæmur og harðskeyttur. Hann grét oft og mamma huggaði hann og hughreysti. Óskar grét ekki og þess vegna sá mamma ekki tilefni til að hughreysta hann. Að kvöldi dagsins sem Bragi hafði ráðist á skólabróður sinn grét hann í rúminu og mamma kom inn til þeirra til að sefa hann. „Hvers vegna kemur Grettir ekki?“ sífraði hann. „Ég veit það ekki, vinur. Líklega villtist hann. Kannski skilar hann sér einhvern tíma.“ „Ég vil fá pabba,“ sagði hann þá. Svoleiðis nokkuð hafði ekki verið sagt áður. Hik kom á mömmu og síðan sagði hún það augljósa: „Það er ekki hægt, vinur.“ *** Óskar hugsar um gulbröndótta heimilisköttinn í sófanum. Hvers konar líf er það fyrir kött að eðla sig aldrei, slást ekki og veiða ekki? Allt eru þetta frum­ hvatir. Hvers slags köttur er það sem búið er að svipta eðlishvötunum? Hvers konar líf er það fyrir kött að standa í stöðugum áflogum og vera vikum saman á vergangi? Hvers konar líf er það að berja fólk með stálröri? Hvers konar líf er það að ráða aldrei neinu, geta aldrei farið sínu fram, þurfa alltaf að vera þægur og spakur eins og geldur fressköttur í sófanum? *** Fólk furðar sig á því hvað þeir bræður eru ólíkir. Talar stundum eins og það sé hálft í hvoru að klappa honum á bakið fyrir að hafa ekki leiðst út á sömu braut og Bragi. En hversu ólíkir eru þeir þegar allt kemur til alls? Óskar er að vísu laus við skapofsa og hefur enga þörf fyrir að berja á fólki. Kannski er það samt tilviljun að hann er betur staddur í lífinu en Bragi. Þegar þau Sigrún kynntust var drykkja hans orðin stjórnlaus, hann var atvinnulaus, hafði flosnað úr námi og var að drukkna í skuldum. Sigrún óð inn á hann einn daginn þegar hann var að fá sér fyrsta og hingað til eina afréttara lífs síns, vodka í Sevenup úr glasi frá gleðskap kvöldinu áður. Í stað þess að klára úr glasinu fór hann inn á bað og kastaði upp, lagði sig síðan að ráði gestsins, svaf í margar klukkustundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.