Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 7
G e t u r þ ú s t a ð i ð í v e g i f y r i r f r a m f ö r u m ? TMM 2013 · 1 7 legar framfarir í orkuframleiðslu. En hún segir ekkert um framfaragildi orkuvinnslunnar sjálfrar – ekki frekar en árásin á Dresden sem vissulega bar vitni um framfarir í hernaðartækni en sagði ekkert um framfaragildi hernaðar. Slíkt er og verður alltaf háð gildismati og þar sem gildi er huglægt fyrirbæri, ákvarðað og metið af einhverjum eins og von Wright bendir á, er hlutlægt mat á framfaragildi fyrirbæris alltaf ómögulegt. Á skjön við þá algengu hugmynd að í kjölfar margítrekaðs dauða Guðs – þegar hið jarðneska eða mennska tók við af hinu yfirjarðneska eða guðlega – hafi kennivald trúarbragða liðið undir lok, bendir flest til þess að prests- kraganum hafi einfaldlega verið komið fyrir á framfaragoðsögninni. Í nafni framfara er haldið í krossferðir; árásarstríð eru háð undir því yfirskini að innleiða pólitískar framfarir sem nefndar eru lýðræði, frjáls markaður og kvenfrelsi7; og þeir sem ekki fallast á að kyngja bragðvondri oblátunni eru álitnir grunsamlegir, óvinveittir og mega því vara sig. Rétt eins og trúarbrögðin krefst framfaragoðsögnin hugmynda- og tungu- málalegrar einföldunar sem kristallast í tvíhyggjunni – sama handriti og gerir dómskerfinu kleift að setja upp leikrit um skýrar línur, dregnar á milli hins rétta og ranga í hlutverkum sakleysis og sektar. Systir tvíhyggjunnar heitir pragmatismi og boðar hún hástöfum skynsamlegar ákvarðanir, öfgalaus sjónarmið, vitsmunaleg stjórnmál og raunsæjar væntingar. Aftur skortir hér spurningarmerkið og efann í tungumálið. Hver skilgreinir gagn- semi? Hver útlistar raunsæi? Á forsendum hvaða hugmyndafræði er þetta skilgreint? Því þvert á það sem boðberar pragmatismans halda oft fram, er hann grundvallaður á hreinræktaðri hugmyndafræði – ekkert er óhjá- kvæmilegt eða sjálfgefið við hina pragmatísku stefnu hverju sinni. Berháttaðar af sinni guðlegu ásýnd, og sviptar ímynd pragmatismans sem hins sjálfgefna, eru framfarir þannig svo gott sem marklausar sem pólitískt vopn. Á bak við orðin liggur alltaf hugmyndafræði skreytt gulli goðsagnarinnar. Kröfur um betra líf? Fljótt á litið birtist öll umræða um framfarir líkt og mannkyninu hafi verið refsað fyrir að byggja Babelsturn. Þannig eru ólíkar fylkingar sem standa hvor andspænis annarri í átökum um tilteknar áætlanir, sem keyrðar eru áfram í nafni framfara, ekki einungis ósammála um tilgang framkvæmdanna, áhrif þeirra og afleiðingar – þær tala einfaldlega ekki sama tungumálið. Orð takast á, en ekki orð við orð heldur liggur togstreitan innan hvers einasta orðs og í notkun þess. Merking orða er ólík eftir því hverjir mæla þau, sem leiðir til þess að vilji andstæðingar framkvæmdanna beita orðum í baráttu sinni – að því gefnu, sem ekki er sjálfgefið, að félagsleg staða þeirri geri þeim það kleift – ganga þeir undantekningalaust inn á stríðssvæði þar sem barist er um hvert orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.