Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 39
„ E n t i l h v e r s e r a ð d v e l j a v i ð s l í k a d a g d r a u m a ! “
TMM 2013 · 1 39
Michels Foucault (1926–1984) sem fjallaði um hugsunarsögu Vesturlanda og
upplýsinguna í frægri bók sinni Orð og hlutir (Les mots et le choses, 1966).
Það sem einkennir þekkingu og skynjun upplýsingarmanna, samkvæmt
kenningum hans, er mikil greiningarþörf, flokkun og skipulag. Samfellt kerfi
hluta er búið til og virkar sem eins konar algild sannindi, hreyfingarlaus og
tímalaus, líkt og greypt inn í hugann. Þetta eru vísindi sem gefa sig út fyrir
að þekkja sannleikann. Á upplýsingartímanum var „lýsing“ lykil hug tak og
forsenda þeirrar þekkingar sem réð skynjun manna á heiminum. Heimurinn
og hugsunin voru þá álitin spegla hvort annað hnökralaust í gegnum tungu-
málið sem menn töldu að væri algerlega gagnsætt, orð og hlutur samsvöruðu
hvort öðru fullkomlega. Heimsmyndin var sett upp í eins konar alfræðitöflu
og skipað eftir ákveðnum reglum. Hvorki tungumálið né tilvist manns-
ins var vandamál í sjálfu sér (Foucault, 1996). Upplýsingin er því tímabil
alfræðinnar miklu, orðabókanna og vísindasafnritanna. Alfræðitaflan
byggist á einfaldleika, hún birtir þekkingu í ljósi mismunar og sérkenna.
Frægt dæmi um slíka töflu er að finna í verkum sænska grasafræðingsins
Carls Linné (1707–1778, Systema Naturae, en það er einfalt og algilt flokk-
unar- og stigveldiskerfi fyrir plöntur og dýr. Sveinn Pálsson þekkti verk
Linnés og í anda hans skrifaði hann stutta ritgerð eða skrá um flokkun
íslenskra plantna. Skráin, sem heitir Flora Efri-Skaulana, er tafla um þær
plöntur sem hann safnaði og greindi út frá tilteknum eiginleikum sumarið
1796 í túninu heima á Skála undir Eyjafjöllum (Sveinn Pálsson, 1983). Það
hefur ýmislegt verið náttúrufræðingi á Íslandi mótdrægt á þessum tíma, því
í lok ritgerðarinnar skrifar Sveinn: „Erfitt er einnig að nafngreina grösin
með fullri vissu á túnum hér á landi, því að þau eru slegin áður en grösin
blómgast“ (703).
Í Ferðabókinni takast á viðhorf náttúrufræðings og bóndasonar, vísinda
og hjátrúar. Jón Eyþórsson, einn þýðenda ferðabókar Sveins, segir að Sveinn
hafi „hatað hjátrú“ (Jón Eyþórsson, 1983:xxxi). Það viðhorf get ég ekki fundið
í Ferðabókinni. Sveinn trúir ekki neinu sem hann getur ekki sjálfur sann-
prófað en afstaða hans til hjátrúar er langt frá því að vera ofstækisfull, hún er
miklu frekar mild og raun sæisleg. Hann segir til dæmis: „Alþýða manna hér
á landi kennir alla (slíka) bráða sjúkdóma fjandanum og illum öndum, líkt
og annars staðar er títt, enda vita þeir ekki hinar réttu orsakir sjúkdómanna“
(94). Úr skrifum Sveins má lesa einföld skilaboð, fólk vantar upplýsingu.
Sjálfur er hann oft tvístígandi með hvað í náttúrunni megi tengja saman og
hvað ekki: „Það er áreiðanlegt, að það veit á hvassviðri, þegar mikil ólæti eru
í hrossagauknum á kvöldin og framan af nóttu“ (58) skrifar Sveinn eins og
athugull sveitamaður. Sagt er frá skrýtnu dýri, með eitthvað sem líktist sels-
haus, sem fór á kaf í á og skaut upp kryppu. Fólk sagði að þetta væri algengt
á undan illviðri og þá skrifar Sveinn: „En hversu furðulegar sem þessar sýnir
mega virðast, þá er hitt samt ennþá furðulegra, að slík dýr skuli aldrei hafa