Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 107
Þ ó r b e r g s þá t t u r Þ ó r ð a r s o n a r TMM 2013 · 1 107 og réðst þar enn til vegagjörðar. En það sá Þórbergur skjótt að sú atvinna myndi sér eigi verða arðvænleg og gekk Þórbergur á braut þaðan eftir hálfa þriðju viku. Þá heyrði Þórbergur getið um það land er Siglufjörður heitir. Þar búa Norð- menn, þar veiðist síld mikil og er silfri kastað í hrúgum til þeirra manna er duga að vinnu. Þórbergur bjó nú ferð sína þangað, en þá veiddist þar engin síld og héldu allir menn föstu silfri sínu þeir er nokkuð áttu. Horfði þar til vandræða fyrir bjargarskorti. Þórbergur réð sig þá á snekkju þeirra er nú kallast vélbátar, en þaðan hvarf hann eftir hálfan þriðja sólarhing sökum ólofts og illrar aðbúðar. Þá horfði til vandræða fyrir Þórbergi, en vinur hans einn sá er Stefán10 heitir tók hann með sér og kom honum til Akureyrar. Þar voru þar fyrir tveir ungmenna- félagar11 úr Reykjavík og nefndust báðir iðnaðarmenn. Höfðu þeir atvinnu allgóða. En Þórbergur bauð sig þar fram sem verkamann óbreyttan. Varð honum illt til um vinnu og er vinnan var fengin, þá fékk hann ekki á neinum morgni útsofið og kaus hann heldur að hætta vinnunni. Þá varð Þórbergur nauðlega staddur, svo hann svalt. Fór hann gangandi alla leið til Stefáns og fékk hjá honum nógan mat og góðan, og að skilnaði gaf Stefán honum í fulla pípu af tóbaki og kveikti í. Man Þórbergur það meðan hann lifir. Orkti Þórbergur þrítuga drápu um Stefán fyrir greiðasemi hans, er það lengst allra kvæða Þórbergs og tóm kjarnyrði.12 Um haustið fór Þórbergur áleiðis suður með dreka einum er „Austri“ hét, en sá þá brátt að hann þraut peninga því formaður heimtaði gjald mikið. Gekk Þórbergur af skipinu á Norðurfirði á Hornströndum og fór á laun. Þórbergur gekk þá allar götur til Reykjavíkur. Stóðst það mjög á að úti var sumar, og kaup Þórbergs uppgengið. Átti Þórbergur þó eftir 25 aura og gekk með þá í búð til Leví tóbakssala og keypti fyrir neftóbak. Las Þórbergur enn undir skólann um veturinn, sem áður. Og er vetra tók þá þótti Þórbergi mikils við þurfa að hann næði þar inntöku. Gjörðu hann nú áheit mikil. Hét hann á Strandakirkju að gefa henni bækur og á Vífil- staðaheilsuhæli að gefa því peninga. Síðan hét hann á Hjálpræðisherinn að syngja honum lofsöng og svo á sitt eigið nef að kaupa til þess 12 króna tóabaksbauk úr íslenskri búrhvalstönn. Var sá baukur dvergasmíði og unn- inn hjá Stefáni Eiríkssyni. En skólameistarar gerðu lítið úr kunnáttu Þórbergs, heimtuðu þeir af honum latínu og hebresku en mátu einskis íslenskukunnáttu hans og margan annan fróðleik. Þórbergur þuldi þá upp 30 kvæði og bauð að yrkja til viðbótar, en allt kom fyrir ekki og vísuðu þeir Þórbergi frá skólanum og er þó fullvíst að margur sá hefur verið þar meðtekinn er síður skildi. Nú fylgir hér á eftir að segja frá því er Þórbergur gerðist ungmennafélagi en fyrst verður að lýsa Þórbergi að nokkru: Þórbergur er vel meðalmaður á hæð, grannvaxinn og beinvaxinn en hall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.