Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 58
M i l a n K u n d e r a 58 TMM 2013 · 1 hugsunar ekki síður en að formi hennar: „kerfisbundinn gamanleikur; með því að leitast við að fylla upp í kerfin og rúnna af sjóndeildarhringinn sem umlykur þau hljóta þau að varpa ljósi á veiku hliðarnar jafnt sem sterku hliðarnar“. Það er ég sjálfur sem undirstrika þessi síðustu orð: fræðileg heim- spekiritgerð sem lýtur kerfi er dæmd til að hafa slappar hliðar; ekki vegna þess að heimspekinginn skorti hæfileika heldur vegna þess að form heim- spekiritgerðarinnar krefst þess; því áður en heimspekingurinn kemst að nýjum niðurstöðum verður hann að rekja hvað aðrir hafa sagt um málið, hrekja það, koma með aðrar lausnir, velja þær bestu, færa rök fyrir þeim, fjalla um þær sem koma á óvart og þær sem eru sjálfsagðar o.s.frv., og þess vegna langar lesandann að hlaupa yfir blaðsíður til að komast loks að kjarna málsins, hinni frumlegu hugsun heimspekingsins. Í Fagurfræði sinni dregur Hegel glæsilega upp hnitmiðaða mynd af listinni; maður hrífst af þessari hvössu arnarsjón; en textinn sjálfur er langt í frá heillandi, þar sjáum við ekki hugmyndina eins og hún var þegar hún hljóp heillandi fögur til heimspekingsins. „Með því að leitast við að fylla upp í kerfin“ lýsir Hegel hverju smáatriði, hólf fyrir hólf, sentímetra eftir sentímetra, þannig að maður fær á tilfinninguna að Fagurfræðin hans sé verk sem unnið var af erni og hundruðum hetjulegra köngulóa sem spunnu vef sem lagðist yfir það gervallt. 3 André Breton (Stefnuskrá súrrealismans) hélt því fram að skáldsagan væri „óæðri grein“; stíll hennar væri „réttar og sléttar upplýsingar“; og upp- lýsingarnar einkenndi „óþarfa nákvæmni“ („manni er ekki hlíft við einu einasta hiki persónunnar: verður hann ljóshærður, hvað kemur hann til með að heita …?“); og lýsingarnar: „ekkert jafnast á við tómið í þeim; þetta er ekk- ert annað en hver myndin úr bæklingi eftir aðra“; máli sínu til stuðnings birti hann síðan kafla úr Glæpi og refsingu, lýsingu á herbergi Raskolnikovs, og lét fylgja þessa athugasemd: „Menn halda því síðan fram að þessi skólateikning sé á sínum stað og að á þessum stað í bókinni sé höfundurinn réttilega að íþyngja mér.“ En Breton vildi ekki taka sér þetta til fyrirmyndar, því: „ég er ekki að rekja ómerkilegar stundir í lífi mínu“. Síðan er það sálfræðin: langar lýsingar sem gera það að verkum að menn vita allt fyrirfram: „þessi söguhetja sem er aðdáanlega fyrirsjáanleg í viðbrögðum sínum og gjörðum, má ekki koma í veg fyrir, en þó að þykjast gera það, allt það ráðabrugg sem hún verður fyrir.“ Enda þótt þessi gagnrýni sé ómálefnaleg er ekki hægt að leiða hana hjá sér; í henni kemur glögglega fram tortryggni nútímalistarinnar í garð skáldsögunnar. Ég dreg þetta saman: upplýsingar; lýsingar; óþarfur áhugi á einskisverðum stundum í lífinu; sálfræði sem gerir það að verkum að við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.