Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 113
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“
TMM 2013 · 1 113
sem ég hefði svarið fyrir að myndi ske: Þú ert kominn í tölu virðulegra en
marghrjáðra sparifjáreigenda þessa lands.
Það er mjög lokkandi tilhugsun að þú munir verða hálaunaður embættis-
maður sem póst- og símamálastjóri í Flatey. Þegar það er komið einnig [?] held
ég bara að [ég] girði mig í brók og haldi til Flateyjar. Vænti ég þess, að sím-
stjórinn skjóti yfir mig skjólshúsi í smátíma meðan taugarnar eru að hvílast.
Með bestu kveðju.
Valdimar Jóhannesson.
Steinar skrifar Ragnari Jónssyni ári síðar frá Spáni:
Tossa de Mar 20.xi. 65
Ragnar, góðan daginn.
Ég hef nú verið að drekka í fjóra daga. Ég veit satt að segja ekki hvers
vegna. Nema það sé vegna þess að ég hef í þessa fjóra daga, dag eftir dag,
skrifað ans sjálfur Óðinn. Ég hef bjargað skáldsögunni. Ég læt þá nú flýja
upp úr klettunum í næsta hús, elliheimili og fávitahæli. Og þar hefst kostuleg
list í orðum. Svo hef ég skrifað smásögu, hriktandi alla af harmi.
Ég á eftir um 6000 peseta. Og það eina sem brýnt er, er það ég fái að halda
áfram á mínum ólgusjó hérna á Spáni þegar þessir peníngar hafa þrotið. Ég
segi þér satt – og loksins færðu að vita það, – þú sem aldrei hefur skilið mín
verk og aldrei séð neitt í mér nema undarlíng – að Íslandið allt er lítils virði
á við mig. Það er leitun á betra skáldi en mér í víðri veröld.
Jafnvel þótt ég sé hörmulega illa fær um að koma sæmilega fram við þig
og öll önnur geistlegheit. Ég haga mér ans fífl. Ég hef t.d. verið að hvarfla
til og frá vegna útgáfu ljóðabókarinnar. A.B. bauð mér 15000 fyrir hana á
sínum tíma, en þú tíu. Og ég hugsaði: „Já, ég fyrirlít A.B. Ég vil heldur láta
Ragnar hafa hana fyrir tíu; ég hef betri samvisku af því.“ En hvað geri ég svo
– af logandi löngun minni út í heim? Ég fer á ný til þeirra, býð þeim hana
gegn staðgreiðslu gef sjálfum andskotanum undir fótinn! Því ég hata þessa
kölkuðu karla, Tómas, Gunnar, Baldvin. Enda líst þeim ekki á mig, sem von
er. Hvenær gæti ég gerst þeirra pólitíska púlhross! Ég hræki og míg heilum
huga á þessi [ó?]menni og þeirra klíkur.
Ég get ekki logið, en ég hef samt varpað mér í aurinn og skriðið ans hundur.
Skriðið í svo algeru vonleysi og svo algerri útskúfun þessarar bölvuðu þjóðar,
að engu tali tekur!
Jafnvel þótt ég hafi í raun og veru ekki lifað eins hræðilega reynslu og t.d.
Jónas Svafár, þá er mín reynsla miklu meiri en hans: því viðkvæmni mín er
tífalt sterkari en hans. Viðkvæmni mín hefur gert mig frægan. Menn hlæja
að mér hástöfum. Ég horfa á flissandi jaxla þeirra og skötutægjurnar lafa út
á milli ryðgaðra jaxlagarðanna, og mér býður við! Ég er hljóður og harmi
þrúnginn. Ég horfi á allt þetta viðbjóðslega ránglæti. Og þegi! Ég, sem er guð.
Smánaður og blygðaður af öllum þessum óþverralegu, óskáldlegu durgum!