Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 67
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 67 1918. Það er eins og hann dvelji við allar lýsingar á smæstu kringumstæðum (það er í þessari undarlega hægu hrynjandi sem Musil minnir stundum á Joyce), rýnir í þær og leitast við að greina hvað þær þýða, hvernig eigi að skilja þær og hugsa. Í Töfrafjallinu breytti Mann nokkrum árum fyrir fyrri heimsstyrjöldina í stórkostlega kveðjuveislu til 19. aldarinnar sem aldrei kæmi aftur. Maður án eiginleika, sem gerist um svipað leyti, kannar kringumstæður mannsins á tímabilinu sem fylgdi í kjölfarið: lokaskeið Nútímans sem hófst árið 1914 og virðist vera að ljúka núna fyrir framan augun á okkur. Allt er þarna þegar til staðar, í þessari Kakaníu Musils: yfirráð tækninnar sem enginn ræður við og breytir manninum í tölfræði (skáldsagan hefst í götu þar sem slys hefur átt sér stað; maður liggur í götunni og tveir vegfarendur ræða um atburðinn með vangaveltum um það hversu mörg slys verði í umferðinni árlega); hraðinn sem æðsta gildi í heimi sem er ölvaður af tækninni; ógagnsætt og alltumlykjandi skrifræðið (skrifstofurnar hjá Musil eru miklar hliðstæður skrifstofanna hjá Kafka); hlægileg ófrjósemi hugmyndakerfanna sem skilja ekki neitt og stjórna engu (blómaskeið Settembrinis og Naphta er að baki); blaðamennskan, arftaki þess sem áður var kallað menning; samverkamenn nútímans; samstaða með glæpamönnum sem dularfull birtingarmynd mannréttindatrúarbragðanna (Clarisse og Moosbrugger); ást á börnum og barnræði (Hans Stepp, sem var fasisti áður en þeir komu til sögunnar, og byggir hugmyndafræði sína á aðdáun á barninu í okkur). 11 Þegar ég lauk við Kveðjuvalsinn skömmu eftir 1970 fannst mér sem rithöf- undarferli mínum væri lokið. Þetta var á tímum hernáms Rússa og ég og konan mín höfðum öðrum hnöppum að hneppa. Það var ekki fyrr en ári eftir að við komum til Frakklands (og það er Frakklandi að þakka) að ég fór með hálfum huga aftur að skrifa eftir sex ára algert hlé. Ég vissi ekki í fyrstu í hvorn fótinn ég átti að stíga, og til að ná viðspyrnu ætlaði ég að taka upp þráðinn þar sem ég hafði lagt hann frá mér: skrifa nokkurs konar annað bindi af Hlálegum ástum. Þvílík afturför! Það var með þeim smásögum sem ég hafði byrjað feril minn sem prósahöfundur tuttugu árum áður. Sem betur fer, eftir að hafa skrifað uppkast að tveimur eða þremur af þessum „hlálegu ástum bis“, þá áttaði ég mig á því að ég var að skrifa eitthvað gerólíkt: ekki smásagnasafn heldur skáldsögu (sem síðar hlaut titilinn Bókin um hlátur og gleymsku), skáldsögu í sjö sjálfstæðum hlutum sem voru það nátengdir að hver þeirra um sig lesinn einangrað myndi glata merkingu sinni að stórum hluta. Þar með hvarf mér öll tortryggni sem enn var innra með mér í garð skáld- sögunnar: með því að skrifa hvern hluta eins og hann væri skáldsaga var óþarfi fyrir mig að nota alla þá tækni sem virtist nauðsynleg til þess að semja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.