Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 10
S n o r r i Pá l l J ó n s s o n Ú l f h i l d a r s o n 10 TMM 2013 · 1 sviptir þá mennskunni. Afar fáir byggja á orðum og skilningi þeirra sem sviptir hafa verið rétti sínum til að skilja raunveruleikann bak við nauðungarflutningana.14 Stöðugt eru raddir efasemdamanna þaggaðar í kaf með lofsöngvum framfara- goðsögninni til dýrðar, og þeir ekki eingöngu sakaðir um að vera bæði and- stæðingar framfara og talsmenn eilífs viðhalds á hefðum15, heldur einnig um viðhorf sem óvinveitt séu samfélaginu – jafnvel hættuleg mannkyninu. Gríðarstór skóglendi á Indlandi hafa til að mynda verið opinberlega skil- greind af yfirvöldum sem „ásótt af maóistum“, en á umræddum svæðum hafast við naxalítarnir svokölluðu – vopnaðir hópar frumbyggja og maóista sem hafa árum saman varið landsvæði sín, fólk og menningu fyrir árásum yfirvalda. Eins og indverski rithöfundurinn Arundhati Roy bendir á, en fyrir tveimur árum dvaldi hún með naxalítunum og ferðaðist með þeim um skógana svo vikum skipti, er þetta síst af öllu ónákvæmt eða hirðuleysis- legt orðalag. Það er bæði lúmskt og úthugsað auk þess sem það felur í sér sjúkdómsgreiningu. „Lækna þarf sjúkdóma. Útrýma þarf pestum. Maó- istana þarf að þurrka út,“ segir Roy og dregur þannig saman hvernig orða- forða menningarlegs þjóðarmorðs hefur verið laumað inn í tungumálið.16 Bökkum þá tvær aldir aftur til Englands þar sem lúddítarnir svokölluðu, skipulagðir hópar breskra vefara, risu upp gegn aukinni vélvæðingu iðnar sinnar á fyrstu áratugum nítjándu aldar. Saga þeirra og arfleið hefur verið beygð og sveigð í þágu framfaragoðsagnarinnar, eins og birtist til að mynda skýrt í fremur nýlegum skrifum Finns Oddssonar, þá framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Hann sagðist hafa litið í sögubækurnar og rekist þar á lúddítana, og sagði að „þó hreyfing Luddita hafi verið skammlíf í Bretlandi virðist nú 200 árum síðar örla á svipuðum hugmyndum í íslenskum stjórn- málum“.17 Finnur fullyrðir að lúddítarnir hafi barist „gegn almennum lífskjörum í samfélaginu sem byggðu á hagkvæmari framleiðslu“, en þegar nánar er að gætt voru þeir síst af öllu andstæðingar bættra lífskjara – hvorki sinna eigin né annarra. Glæpur þeirra var að setja spurningarmerki við orðræðu framfarastjórnmála; sjá í gegnum þá merkingu sem orðunum var gefin svo knýja mætti fram þær breytingar á iðn þeirra sem verksmiðjueigendunum hentaði; finna á eigin skinni hvernig innleiðing nýrrar tækni leiddi til verri gæða handverksins, einhæfrar og sligandi vinnu, verri afkomu og lífskjara. Þegar þeim varð ljóst að fyrir yfirvöld og verksmiðjueigendur hafði málstaður þeirra ekkert vægi, fylktu þeir liði undir merkjum hins goðsagnakennda Ned Ludd og rústuðu í skjóli nætur þeim vélum sem ógnuðu starfsháttum þeirra og lífi. Og til að gera nokkuð langa sögu stutta, voru þeir í kjölfarið ofsóttir af yfir völdum sem komu fyrir flugumönnum í félagsskap þeirra (kunnuglegt), handtóku þá og fangelsuðu, og leyfðu loks vel völdum lúddítum að kynnast göfugu réttlæti snörunnar. Þegar söguspekingar á borð við framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs full-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.