Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 41
„ E n t i l h v e r s e r a ð d v e l j a v i ð s l í k a d a g d r a u m a ! “ TMM 2013 · 1 41 garnengju (garnaflækju) eftir langa legu og í ritgerð sem hann ritaði síðar um íslensk sjúkdómanöfn segir: „Þennan viðbjóðslega og pínufulla sjúkdóm hafa inir gömlu kallað miserer eðr miskunn þú“ (Jón Eyþórsson, 1983:xxviii). Áður en Sveinn kvæntist hafði hann átt í litlu ástarævintýri sem endaði ekki vel: „Sveinn var líka búinn að reyna pretti af stúlku, efnilegri og ekki fátækri, við hverja honum varð vel síðasta vetur hans í Hólaskóla; en þá hann tók fyrir sig að fara suður að Nesi, brá hún vináttu við hann, eignaðist umkomulítinn prest í Fljótum, sem ei varð langlífur“ (Sveinn Pálsson, 1929:32). Eins og sjá má af þessari tilvitnun ritar Sveinn söguna í 3. persónu eins og algengt er í íslenskum sjálfsævisögum fyrri alda. Hann horfir á sjálfan sig úr fjarlægð og býr til karakter sem er hrekklaus í mótlæti lífsins, treystir for- lögunum en hefur orðið fyrir vonbrigðum. Sveinn gerir grein fyrir sér sem elskuðu og þekku barni, sérlega námfúsum pilti í Hólaskóla. Hann var svo við nám hjá Jóni Sveinssyni, landlækni í Nesi á Seltjarnarnesi, og lynti þar einstaklega vel við alla í læknishúsinu en segir „þó sumir fyndust, er heldur álitu hann kænan en hitt, bæði þá og oftar síðan“ (12) og ýjar þar að þeirri vondu tilfinningu sem oft leitaði á hann, að hann nyti ekki sannmælis. Jón bauð Sveini svo að halda áfram námi á Íslandi eða fara utan og valdi Sveinn að fara þótt fátækur væri. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla í fjögur ár og hugðist ljúka heimspekiprófi sem tryggði námsstyrk í fimm ár og jafnvel eitthvað áfram, en var talinn af því, m.a. af Magnúsi Stephensen. Hann lauk aldrei embættisprófi í læknisfræði sem gerði honum erfitt fyrir síðar og þýddi að hann komst aldrei út úr fátæktinni. Ólíkt hafast þeir að, áðurnefndur Magnús og Sveinn sem voru samtíða í Höfn og rituðu báðir sjálfsævisögur sínar. Magnús dundar við að kaupa sér föt og glingur, dreypa á madeira, sækja tónleika og leiksýningar (sjá Ferðarollu Magnúsar) en Sveinn lét eftir sér einstaka leikhúsferð og blöskraði sumum bruðlið, segir hann (17). Hann segir það sárt: „Að geta ekki aldurs, tíma og fátæktar vegna tekið ofurlitla hlutdeild í neinu af því ótölulega marga indæla og undir eins veglega, t. d. söng og hljóðfæralist, dansi, lifandi tungumála iðkun, nytsömum reisum til lands og sjáar, teiknaralist og s. fr., samt fátt eitt sjeð af þeim ótölulega konstverkafjölda, er í þvílíkum stöðum og löndum standa til boða, og oss Íslendingum ei oftar býðst, vera þó ekki óupplagður til margs af því, hvað fleirum er virt til óstöðugleiks, sýnir því- líkum fyrst fyrir alvöru hvað bágt sje að vera fátækur“ (17). Vini átti Sveinn fáa í Höfn en getur sérstaklega vinfengis við Stefán Stephensen og þess að þeir voru af ólíkum stigum. Sveinn telur að yfirstéttin, menntuð og rík, hafi ekki kært sig um alþýðumenn í sínum röðum, fátæka sveitadurga sem hefjast upp af eigin verðleikum en ekki fyrir efni sín og ætt- göfgi: Hans aðalfeil sýnist um þessar mundir hafa verið: að taka of einfaldlega og trúgirnislega því, sem næst var hendinni, án mæðandi íhugunar þess ókomna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.