Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 84
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n
84 TMM 2013 · 1
nú að gerast“. Forsendurnar eru réttar, en ekki niðurstaðan. Vinnudagurinn
hefur margoft verið styttur og það við ýmsar efnahagslegar aðstæður. Engin
ástæða er til að halda að stytting myndi setja hagkerfið á hliðina, því ekki
yrði hróflað við neinum grundvallarþáttum hagkerfisins. Aðeins yrði hróflað
við lengd vinnudagsins og sennilega skipulagi vinnunnar – en hagkerfið
yrði í grundvallaratriðum óbreytt. Ef stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja,
ásamt verkalýðsfélögum, vanda sig, verður allt í lagi.
Aðrir kunna að segja: „Já, en bíðum með þetta þar til uppsveiflan er
komin í fullan gang.“50 Það væru mistök – nema ef styttingin ætti sér stað í
blábyrjun uppsveiflunnar. Ástæðan er sú að í uppsveiflu er mikil eftirspurn
eftir vinnuafli og þá er tilhneiging til að auka við vinnuna. Það væri því erfitt
að stytta vinnudaginn þá. Heppilegast er sennilega að stytta vinnudaginn
sem fyrst. Helst innan tveggja eða þriggja ára, og svo sannarlega áður en
næsta þensluskeið hefst.
Svo er líklegt að eigendur fyrirtækja og forsvarsmenn hagsmunasamtaka
muni segja eitthvað á þessa leið: „Styttingin gæti kallað á fjölgun starfsfólks
í hlutastörfum, en fyrirtækin hafa ekki efni á því vegna þess að með hverjum
starfsmanni fylgja (föst) opinber gjöld sem fyrirtækin hafa ekki efni á að
greiða, eins og til dæmis tryggingagjald og lífeyrissjóðsgjöld. Fyrirtækin eru
of aðþrengd fyrir.“ Það er rétt að ýmis kostnaður fylgir því að bæta við starfs-
fólki. En helsta vandamálið yrði ekki opinber gjöld. Ástæðan fyrir því er sú
að opinber gjöld eru nær öll hlutfall af launum, en ekki föst upphæð. Þar af
leiðir að ef starfsmaður er ráðinn í fyrirtæki, kostar það fyrirtækið launin
hans auk ákveðinnar prósentu ofan á þau. Kostnaðurinn er ekki fastur,
heldur fylgir hann launum viðkomandi.
Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af því að í kjölfar styttingar vinnudags-
ins myndi yfirvinna aukast og stytting yrði lítil í reynd. Við þessu er ekkert
einhlítt svar – en ýmislegt er mögulegt til að koma í veg fyrir slíkt, t.d. að
atvinnurekendur og verkalýðsfélög hreinlega semji um hömlur á yfirvinnu.51
Bent skal á að menn hafa rekið sig á þetta vandamál og til eru lausnir.52
Þá eru það stóru spurningarnar: Hve mikið skal stytta vinnudaginn?
Og hver skal koma því í framkvæmd? Við fyrri spurningunni verður ekki
gefið neitt ákveðið svar, en ein uppástunga þó: ein og hálf stund, um sjö til
átta stundir á viku – í þrepum (yfir kannski tveggja ára tímabil). Venjuleg
vinnuvika yrði þannig stytt úr 40 stundum í 32–33 stundir. Seinni spurn-
ingunni er auðsvarað: Verkalýðsfélögin, í næstu kjarasamningum eða með
sérstökum samningum. Þau ein geta komið þessu til leiðar. Atvinnurekendur
munu að öllum líkindum sjá sér lítinn hag í þessu enda er þeim illa við
breytingar. Stytting vinnudagsins hefur í áranna rás, frá því verkalýðsfélög
urðu til, verið eitt helsta baráttumál verkalýðsfélaga og launafólks. Það er
kominn tími til að koma því máli aftur á dagskrána hérlendis.
Hér að framan var bent á að þrátt fyrir aukna vélvæðingu og sjálfvirkni frá
því um 1980, hefur vinnutími lítið styst hérlendis. Vinnumarkaðssaga kennir