Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 84
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n 84 TMM 2013 · 1 nú að gerast“. Forsendurnar eru réttar, en ekki niðurstaðan. Vinnudagurinn hefur margoft verið styttur og það við ýmsar efnahagslegar aðstæður. Engin ástæða er til að halda að stytting myndi setja hagkerfið á hliðina, því ekki yrði hróflað við neinum grundvallarþáttum hagkerfisins. Aðeins yrði hróflað við lengd vinnudagsins og sennilega skipulagi vinnunnar – en hagkerfið yrði í grundvallaratriðum óbreytt. Ef stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, ásamt verkalýðsfélögum, vanda sig, verður allt í lagi. Aðrir kunna að segja: „Já, en bíðum með þetta þar til uppsveiflan er komin í fullan gang.“50 Það væru mistök – nema ef styttingin ætti sér stað í blábyrjun uppsveiflunnar. Ástæðan er sú að í uppsveiflu er mikil eftirspurn eftir vinnuafli og þá er tilhneiging til að auka við vinnuna. Það væri því erfitt að stytta vinnudaginn þá. Heppilegast er sennilega að stytta vinnudaginn sem fyrst. Helst innan tveggja eða þriggja ára, og svo sannarlega áður en næsta þensluskeið hefst. Svo er líklegt að eigendur fyrirtækja og forsvarsmenn hagsmunasamtaka muni segja eitthvað á þessa leið: „Styttingin gæti kallað á fjölgun starfsfólks í hlutastörfum, en fyrirtækin hafa ekki efni á því vegna þess að með hverjum starfsmanni fylgja (föst) opinber gjöld sem fyrirtækin hafa ekki efni á að greiða, eins og til dæmis tryggingagjald og lífeyrissjóðsgjöld. Fyrirtækin eru of aðþrengd fyrir.“ Það er rétt að ýmis kostnaður fylgir því að bæta við starfs- fólki. En helsta vandamálið yrði ekki opinber gjöld. Ástæðan fyrir því er sú að opinber gjöld eru nær öll hlutfall af launum, en ekki föst upphæð. Þar af leiðir að ef starfsmaður er ráðinn í fyrirtæki, kostar það fyrirtækið launin hans auk ákveðinnar prósentu ofan á þau. Kostnaðurinn er ekki fastur, heldur fylgir hann launum viðkomandi. Einhverjir kunna að hafa áhyggjur af því að í kjölfar styttingar vinnudags- ins myndi yfirvinna aukast og stytting yrði lítil í reynd. Við þessu er ekkert einhlítt svar – en ýmislegt er mögulegt til að koma í veg fyrir slíkt, t.d. að atvinnurekendur og verkalýðsfélög hreinlega semji um hömlur á yfirvinnu.51 Bent skal á að menn hafa rekið sig á þetta vandamál og til eru lausnir.52 Þá eru það stóru spurningarnar: Hve mikið skal stytta vinnudaginn? Og hver skal koma því í framkvæmd? Við fyrri spurningunni verður ekki gefið neitt ákveðið svar, en ein uppástunga þó: ein og hálf stund, um sjö til átta stundir á viku – í þrepum (yfir kannski tveggja ára tímabil). Venjuleg vinnuvika yrði þannig stytt úr 40 stundum í 32–33 stundir. Seinni spurn- ingunni er auðsvarað: Verkalýðsfélögin, í næstu kjarasamningum eða með sérstökum samningum. Þau ein geta komið þessu til leiðar. Atvinnurekendur munu að öllum líkindum sjá sér lítinn hag í þessu enda er þeim illa við breytingar. Stytting vinnudagsins hefur í áranna rás, frá því verkalýðsfélög urðu til, verið eitt helsta baráttumál verkalýðsfélaga og launafólks. Það er kominn tími til að koma því máli aftur á dagskrána hérlendis. Hér að framan var bent á að þrátt fyrir aukna vélvæðingu og sjálfvirkni frá því um 1980, hefur vinnutími lítið styst hérlendis. Vinnumarkaðssaga kennir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.