Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 51
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e TMM 2013 · 1 51 frú Ædsdottír,“ sagði hann, „ég þykist stundum vera harðari en ég er. Verð sjálfur nervus þarna inni stundum, ég á ekki að …“ Katrín bandaði hring- lausri hendi. „Skiptir ekki máli,“ sagði hún. „Og kallaðu mig Katrínu, við notum ekki eftirnöfn á Íslandi.“ „Uwe,“ sagði Uwe, óvenju léttur í bragði og saup á bjórnum. „Þetta er annars skrítið sýstem hjá ykkur, með nöfnin. Þú heitir Ædsdottír afþví að …“ „Nei,“ leiðrétti Katrín, „ég er Eiðsdóttir. Ég heiti Katrín Anna, en er dóttir Eiðs. Bróðir minn er Eiðsson, og pabbi heitir semsagt Eiður og er Vil- hjálmsson. Sonur minn er svo Sveinsson og dóttir mín Sveinsdóttir afþví að maðurinn minn …“ Katrín tók eftir því að brosið þurrkaðist snarlega af andliti Uwes við þetta en birtist svo jafnskjótt aftur þegar hún hélt áfram: „Fyrrverandi maðurinn minn, heitir Sveinn. Fleiri og fleiri börn eru reyndar kennd mæðrum sínum nútildags, en hefðin mælir semsagt fyrir um föður- nöfn.“ Hún saup líka á sínum bjór. „En það er alveg rétt sem þú segir,“ hélt hún áfram, „Bjarni er ekki harður nagli. Það er líklega helsta ástæðan fyrir því að hann lét sig hverfa. Hann var kominn í slagtog við gengi frá Litháen sem var talsvert meira brútal en hann réð við og hljóp frá fullri tösku af dópi sem hann átti að smygla heim fyrir þá frá Amsterdam, en það er annað mál.“ Það fór ekki framhjá Katrínu hvernig Uwe horfði á hana, og hún var ekki viss um að henni mislíkaði það. Þetta var nú einusinni fjallmyndarlegur maður, minnst tuttugu, líklega nær tuttuguogfimm sentímetrum hærri en hún, vöðvastæltur, dökkhærður, skarpleitur og brúneygður, greinilega í fínu formi, enginn giftingarhringur … Hún ræskti sig. Þetta var vinnuferð. „Já, og svo þvertekur hann auðvitað fyrir að hafa komið nálægt þessu – þessu hræðilega morði hér í Wickede.“ „Auðvitað neitar hann því,“ samsinnti Uwe. „En ef þú hugsar málið – íslenskur glæpamaður á flótta hreiðrar um sig í pínulitlu þorpi við Ruhr undir fölsku nafni. Fær vinnu við blikksmíði og aukavinnu á kúrekakrá. Tíu mánuðum síðar kemur þýskur „indjánaflokkur“ og slær upp tjaldbúðum í þessu sama þorpi. Í indjánaflokknum er ein íslensk kona, sem ber kennsl á hann. Þá sömu helgi er framið fyrsta morðið í Wickede í áraraðir, og það er íslenska konan sem er myrt, rétt við stammknæpu íslenska kúrekans. Til- viljun? Ekki segja mér að þú trúir því? Ég meina, það er álíka trúlegt og sagan um blondínuna og miðann. Reyndi hann ekki að selja þér hana?“ „Jú,“ viðurkenndi Katrín. „Hann reyndi það, blessaður.“ * * * „Af öllum kúrekabúllum heimsins,“ sagði Bjarni, „þá þurfti hún að villast inná mína. Eða Rolfs, auðvitað, en þú veist hvað ég meina. Ég þekkti hana ekkert en ég þekkti hana samt, skilurðu, og öfugt. Ég meina, við erum bæði þekkt heima, hún módel og ég – já. Þetta var ýkt kreisí, alltíeinu þarna á föstudagskvöldinu stóð Helga Gríms bara við barinn á Kólóradó í einhverj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.