Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 56
Æ va r Ö r n J ó s e p s s o n 56 TMM 2013 · 1 breyta sér í Elke. Ég lét mála hana í samræmi við lýsingar herra Thorstæns- sons og lét taka af henni almennilega mynd með almennilegri myndavél. Þá þekkti hann hana aftur. Hún hafði enga skothelda fjarvistarsönnun á krítískum tímum, hvorki í kringum morðið á ungfrú Grimsdottir né drukknun frú Erhardt fyrir þremur árum. Ég held að hún hafi endanlega gefist upp þegar ég sýndi henni afrit af hraðasektinni sem hún fékk í Freiburg daginn eftir það „slys“. Þá opnuðust allar flóðgáttir og hún viðurkenndi að hafa myrt frú Erhardt í þeim tilgangi helstum að taka hennar sess í lífi yfir- manns síns. Sá leit hinsvegar ekki við henni sem konuefni, heldur trúlofaðist einhverri íslenskri glyðru sem hafði engan skilning á mikilvægi og fegurð indjánalífsins einsog hún orðaði það. Restin var svo nokkurnveginn alveg einsog herra Thorstænsson leiddi rök að. Greinilega ágætis rannsóknarlög- reglumaður farið forgörðum þar sem hann er.“ „Kannski,“ sagði Katrín glettin. „Og hvenær fær hann svo að fara heim, kallkvölin?“ „Herra Thorstænsson?“ „Já.“ „Við slepptum honum fyrir löngu, var ég ekki búinn að segja þér það?“ „Nei,“ sagði Katrín. „Og hvað, er hann bara að selja bjór á Colorado einsog fínn maður?“ „Varla, síðast þegar ég steig þar inn fæti skildist mér á herra Gülde að herra Thorstænsson hefði flutt úr bænum nánast daginn sem við slepptum honum. Hann vissi ekki hvert.“ „Þú vissir að við vildum fá hann hingað heim,“ sagði Katrín pirruð, „afhverju …“ „Sorrí,“ sagði Uwe, „ég gekk bara útfrá því að þú hefðir dregið allt uppúr honum sem þú þurftir að vita þessa daga sem þú varst hérna. Og eftir því sem ég komst næst þá liggur engin opinber framsalsbeiðni fyrir frá ykkur. En tölum frekar um eitthvað skemmtilegra.“ Samtalið varð talsvert lengra og Katrín var búin með hálfa rauðvínsflösku þegar hún loksins lagði á og greip póstbunka dagsins af kommóðunni. Reikningar, og eitt póstkort með mynd frá Klettafjöllunum og yfirskriftinni Greetings from Colorado. Hún brosti og sneri kortinu við. Textinn var stuttur: Þú sagðir að enginn Íslendingur mundi skrifa svona utaná bréf og það er rétt og það bjargaði mér en ég ætla samt að prófa það. Kveðja, BÞ. Hún brosti enn breiðar þegar hún sá hvað hann hafði skrifað sem nafn viðtakanda. Þar var bara eitt orð: Eiðsdóttir. Árið 2011 las höfundur þessa sögu upp á sérstöku glæpasagnakvöldi á kránni Colo- rado Club fyrir heimamenn. Lýsingarnar á staðháttum í sögunni eru í fullu samræmi við raunveruleikann. Það gildir jafnt um Colorado Club, Haus Gerbens og snitselið þeirra og bæinn sjálfan. Netslóð krárinnar er þessi: http://colorado-club.de/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.