Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 115
„ B i s n i s s m a ð u r e ð a æ v i n t ý r a f u g l“
TMM 2013 · 1 115
Sem skiptir engan máli – nema mig.
Höfuð mitt slagar á öxlunum. Ég er sannarlega orðinn mæddur af
drykkju.
En ég blíf! Ég hef í vinstri hendinni, eða í hýru hægri kinnar minnar kraft
eða sól, sem sterkar logar en sólir venjulegra 10 – eða 100 manna.
Nei, ég get ekki neitt Ragnar. Taktu ekki mark á mér. Ég er alltof latur
til þess. Skáldsagan er mér kvöl, því hún er meira vinna og agi en allt sem
leiðinlegt er. Ég verð að skrifa ljóð – sem enginn vill. Eða leikrit.
Okkur vantar leikrit. Loksins hefur íslendíngurinn vaknað til sviðsins!
Einhver verður nú að koma fram til að bjarga samvisku leikhússins. Leik-
arar eru nú lángt á undan höfundum!
Hefur þú, í hreinskilni spurt, drukkið dag eftir dag yfir ljóði þínu og
trega?
Í gær grét ég ans einhver frumskepna, yfir örlögum 10 ára drengs í sögu
sem ég skrifaði. Grét og grét – svo að þjónninn kom að borðinu mínu til að
hugga mig.
Ég elskaði tragedíu hans – að hann var óviðbjargandi vandræðabarn.
Vegna þess að ég veit, Ragnar, – nú loksins – að það er engin gleði til nema
harmurinn, broddum stúnginn. Það er engin gleði – nema harmur!
Ég hef sagt við móður mína, sem gersamlega sligaðist undan gestaánauð
hvert sumar: „Já, mamma, gefðu! Gefðu allt, láttu það níðast á þér og slíta
þér. Því, mamma, það er engin gleði nema þessi hroðalegi harmur!“
Ég veit aðeins eitt um íslenzkan anda: þrællinn gerði það sem bleif. Aðeins
hinn blygðaði soltni þræll. Viðlögin, mansöngvarnir, eru það frumlegasta í
Íslands þúsund ár.
En þú hefur – að því er mér var nýlega sagt – einhvern andstyggilegan
freðinn aristókrat til að gumsa í þig misskilníngnum og lyginni! Eða hvað?
Hver les handrit fyrir þig?
Ragnar – þú verður að hætta að hugsa um mig sem geðbilaðan mann.
Orðin sem ég tala við þig eru yfirspennt af geðbilun: ég veit fyrirfram að þú
heldur mig skrítinn. Ég er ekkert nema bognun og beygja geðhrifa. Ég heyri
grasið spretta! Ég geri allt úr engu. Hver taug í mér er þanin. En ef ég fyndi
þig sem skiljanda minn mundi ég falla inn í harmóníuna – við mundum
fallast í faðma og dansa ans blóm! Fagna því að við erum skáldlegar jurtir!
Engan varðaði um okkur. Við fengjum að vera í friði með dansinn!
Það er fýla, afar sterk, af Íslandi. Mér býður við þessu eðli: Sem kann
engin munaðarbönn. Íslendíngar, Svíar, Bandaríkjamenn. Hvaða þjóðir eru
ómerkilegri? Ég fæ ekki drátt hérna! Hér eru engar hórur. Stúlkur hérna líta
ekki á mig! Kynni við stúlku hér þýðir að maðurinn leggi allan hug sinn við
hana. Og ég sem fæ ekki hið minnsta merki um það að ég sé elskaður: Ég
elska þetta fólk! Elska út af lífinu!
Ragnar, hríngdu í síma 15341 og talaði við Jónu, færeysku vinkonu mína
(sem er miklu fágaðri og skáldlegri en allar íslenskar konur). Ég hef beðið