Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 49
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e TMM 2013 · 1 49 „Þetta er vertinn okkar,“ sagði Schenkel þegar þeir komu að kránni, „Rolf Gülde.“ „Hádí,“ sagði skerfarinn mildilega og kinkaði kolli. „Skelfilegur dagur.“ Það fannst Hauptkommisar Säuberlich líka; málið varð undarlegra með hverri mínútunni og skyrtan hans orðin gegndrepa af blöndu af svita og loftraka. „Og þetta er Svarta fjöður,“ hélt Schenkel áfram, einsog ekkert væri eðlilegra, „höfðingi Crow-ættbálksins frá Duisburg. Öðru nafni Stefan Erhardt.“ Svarta fjöður saug uppí nefið en tjáði sig ekki umfram það. „Þetta er svo Litla fjöður, eða ungfrú Birgit E. Luge, ritari herra Erhardts. Herra Erhardt er – var – unnusti hinnar látnu,“ útskýrði Schenkel. Nú lyftist aðeins rennsveitt brúnin á Säuberlich. „Þannig að þið eruð búnir að bera kennsl á líkið?“ spurði hann ánægður og strauk vasaklút yfir ennið. „Já. Hún heitir Helga Grimsdottir.“ „Grim hvað?“ „Grimsdottir. Hún er frá Íslandi.“ Það þyrmdi aftur yfir Säuberlich. „Íslensk kona í indjánabúningi myrt með framhlaðningi við hliðina á kúrekaknæpu í Wickede við Ruhr,“ dæsti Kommisar Säuberlich hæðnislega. „Það verður ekki öllu einfaldara.“ „Nei,“ brosti Elmar Schenkel, „það er rétt hjá þér. Enda var það nú meira bara svona formsatriði að fá þig hingað. Komdu.“ Þeir gengu að lögreglubíl sem stóð framanvið knæpuna. Tveir búningar sem þar stóðu vörð viku úr vegi og Schenkel opnaði afturdyrnar. „Hann hefur svosem ekkert játað ennþá, þessi,“ sagði hann, „en hann gerir það vonandi þegar hann vaknar. Ef hann man þá eitthvað eftir því.“ Säuberlich kíkti inn og gretti sig. Stækan áfengis-, hland- og ælufnyk lagði af áfengisdauðum manninum sem lá í furðulegri kös þarna í aftursætinu, íklæddur grútskítugu og lítt sannfærandi kúrekadressi. „Hver er þetta?“ spurði Säuberlich, „og hversvegna hefurðu hann grun- aðan?“ „Þetta,“ sagði Elmar Schenkel, „er íslenski kúrekinn okkar í Wickede.“ Hauptkommissar Säuberlich brosti. Flókna málið virtist ætla að reynast giska einfalt eftir alltsaman. * * * „Kommon, Kata, plís,“ vældi Bjarni. Hann var illa sólbrunninn, rauðeygður og með fjólubláa bauga undir vatnsbláum augum af langvarandi svefnleysi. „Einusinni enn, Bjarni,“ sagði Katrín, „ég hef ekkert með þetta mál hér að gera. Ég er bara hér uppá náð og miskunn þýsku löggunnar, sem er svo vinsamleg að leyfa okkur að pumpa þig um allt sem uppá þig stendur heima á Fróni. Sem er ansi margt, Bjarni minn, einsog þú veist. En samt ekkert í líkingu við morð, þannig að þú ert ekkert á heimleið í bráð, það er alveg á hreinu.“ Bjarni iðaði í stólnum svo glamraði í járnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.