Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 49
Vi l l t a v e s t r i ð í W i c k e d e
TMM 2013 · 1 49
„Þetta er vertinn okkar,“ sagði Schenkel þegar þeir komu að kránni, „Rolf
Gülde.“
„Hádí,“ sagði skerfarinn mildilega og kinkaði kolli. „Skelfilegur dagur.“ Það
fannst Hauptkommisar Säuberlich líka; málið varð undarlegra með hverri
mínútunni og skyrtan hans orðin gegndrepa af blöndu af svita og loftraka.
„Og þetta er Svarta fjöður,“ hélt Schenkel áfram, einsog ekkert væri
eðlilegra, „höfðingi Crow-ættbálksins frá Duisburg. Öðru nafni Stefan
Erhardt.“ Svarta fjöður saug uppí nefið en tjáði sig ekki umfram það. „Þetta
er svo Litla fjöður, eða ungfrú Birgit E. Luge, ritari herra Erhardts. Herra
Erhardt er – var – unnusti hinnar látnu,“ útskýrði Schenkel. Nú lyftist aðeins
rennsveitt brúnin á Säuberlich.
„Þannig að þið eruð búnir að bera kennsl á líkið?“ spurði hann ánægður
og strauk vasaklút yfir ennið.
„Já. Hún heitir Helga Grimsdottir.“
„Grim hvað?“
„Grimsdottir. Hún er frá Íslandi.“ Það þyrmdi aftur yfir Säuberlich.
„Íslensk kona í indjánabúningi myrt með framhlaðningi við hliðina á
kúrekaknæpu í Wickede við Ruhr,“ dæsti Kommisar Säuberlich hæðnislega.
„Það verður ekki öllu einfaldara.“
„Nei,“ brosti Elmar Schenkel, „það er rétt hjá þér. Enda var það nú meira
bara svona formsatriði að fá þig hingað. Komdu.“ Þeir gengu að lögreglubíl
sem stóð framanvið knæpuna. Tveir búningar sem þar stóðu vörð viku úr
vegi og Schenkel opnaði afturdyrnar.
„Hann hefur svosem ekkert játað ennþá, þessi,“ sagði hann, „en hann
gerir það vonandi þegar hann vaknar. Ef hann man þá eitthvað eftir því.“
Säuberlich kíkti inn og gretti sig. Stækan áfengis-, hland- og ælufnyk lagði
af áfengisdauðum manninum sem lá í furðulegri kös þarna í aftursætinu,
íklæddur grútskítugu og lítt sannfærandi kúrekadressi.
„Hver er þetta?“ spurði Säuberlich, „og hversvegna hefurðu hann grun-
aðan?“
„Þetta,“ sagði Elmar Schenkel, „er íslenski kúrekinn okkar í Wickede.“
Hauptkommissar Säuberlich brosti. Flókna málið virtist ætla að reynast
giska einfalt eftir alltsaman.
* * *
„Kommon, Kata, plís,“ vældi Bjarni. Hann var illa sólbrunninn, rauðeygður
og með fjólubláa bauga undir vatnsbláum augum af langvarandi svefnleysi.
„Einusinni enn, Bjarni,“ sagði Katrín, „ég hef ekkert með þetta mál hér
að gera. Ég er bara hér uppá náð og miskunn þýsku löggunnar, sem er svo
vinsamleg að leyfa okkur að pumpa þig um allt sem uppá þig stendur heima
á Fróni. Sem er ansi margt, Bjarni minn, einsog þú veist. En samt ekkert í
líkingu við morð, þannig að þú ert ekkert á heimleið í bráð, það er alveg á
hreinu.“ Bjarni iðaði í stólnum svo glamraði í járnunum.