Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 30
Þ ó r a r i n n L e i f s s o n 30 TMM 2013 · 1 Hann svaraði stuttur í spuna: „Nej, det er for meget.“ Það útleggst sem: „Nei það er einum of,“ og hægt að túlka það á ýmsa vegu. Ole náði aldrei að klára síðasta hluta herferðarinnar, því var reddað í umbroti. Hálfu ári eftir andlát hans var 500.000 litprentuðum bæklingum dreift í skóla við mikinn fögnuð nemenda. Það er freistandi að velta vöngum yfir því hvort tóbaksherferðin hafi átt sinn þátt í því að rugla enn frekar sjálfsmynd Ole Lund Kirkegaard. Hann sem hafði alla tíð verið á móti pólitískri rétthugsun og því að predika yfir hausamótum lesenda var á góðri leið með að verða æðstiprestur heilsuræktar. Fullnuma drykkjumaður Ole fór að gefa sig allan í drykkjuna. Hann ræktaði núið sem aldrei fyrr. Reykti eins og strompur, drakk eins og rotþró, vakti allar nætur. Þegar hann var fullur átti hann til að gera allt vitlaust: ráðast inn í stofu nágrannans og mála yfir myndir með lakki, klifra allsber upp í tré eða splæsa Spánarferð á vini sína. Núna var Ole orðinn að fullnuma drykkjumanni. Þegar hann var ekki að leita að felustöðum fyrir vínflöskur sem konan hans fann jafnóðum og fyllti af vatni, þá hjólaði hann um sveitirnar í leit að kaupmönnum sem þekktu hann ekki svo enginn gæti séð hvað hann hamstraði mikið af áfengi. Þegar lá sæmilega á honum fór hann í reiðtúra á hestinum Kika sem hann hafði gefið eldri dóttur sinni. Loks kom að því að Anne Lise lét leggja skáldið inn á geðdeild eftir að hann hafði fengið tremma. Afvötnunin byrjaði ekki vel því Ole reyndi að hoppa út um gluggann fyrsta daginn. Síðan lá hann inni í viku og var kominn í heldur betra skap undir lokin. Dvölin endaði svo með því að hann sjarmeraði sig út úr viðtali við geðlækni. Eftir þetta reyndi Anne Lise að stýra drykkju Ole með antabusi. Þá upp- hófst ægilegt tímabil með deilum um hvenær ætti að taka lyfin og hvenær ekki. Loks gafst Anne Lise upp, heimtaði skilnað og flutti í næsta bæ með stelpurnar í lok ársins 1978 en Ole leigði lítið hús fimm eða sex kílómetra frá þeim uppi á lítilli hæð fyrir ofan þorpið Breth. Nú var hann endanlega farinn í hundana. Hann bjó einn, átti hvorki konu né kærustu, gat ekki klárað neitt, var löngu hættur að reyna að skila af sér á réttum tíma og átti í verulegum vandræðum með að klára bókina um Fróða og grislingana. Þetta átti að vera krimmi fyrir börn en hann var í mesta basli við að binda endahnút á söguna. Ole hafði engan áhuga á að sýsla með peninga þannig að þrátt fyrir ágætis tekjur af bóksölu var hann orðinn mjög blankur. Fyrir vikið neyddist hann til að halda áfram að fara í upplestrarferðir sem var ekki lítið mál fyrir mann sem var farinn að drekka sig fullan áður en hann las upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.