Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Blaðsíða 80
G u ð m u n d u r D . H a r a l d s s o n 80 TMM 2013 · 1 Rannsóknin, sem var gerð 2005, leiddi í ljós að einn af hverjum fjórum fullorðnum hérlendis kemur of þreyttur heim úr vinnu, nokkrum sinnum í viku, til að geta sinnt heimilisstörfum, og einn af hverjum þremur nokkrum sinnum í mánuði. Samanburður var gerður milli þátttökulanda. Ísland kom illa út úr þeim samanburði: Af öllum þátttökulöndunum var mest kvartað undan þreytu hérlendis! Í engu öðru þátttökulandi mældist hærra hlutfall fólks sem sagðist koma of þreytt heim til að sinna heimilisstörfum, nokkrum sinnum í mánuði eða oftar.33 Svipaða sögu var að segja þegar fólk var spurt um hvort það næði að klára öll verkefni í vinnunni. Í aðeins tveimur þátttökulöndum voru fleiri (hlut- fallslega) sem tóku undir það, að þeim gengi illa að ljúka öllum verkefnum vegna anna, en á Íslandi. Niðurstaðan gæti vart verið skýrari. En hvað þýðir hún? Sé hún sett í samhengi við það sem hefur komið fram áður – langir vinnudagar, mikið umfang vinnunnar, lág framleiðni á hvern unninn klukkutíma – bendir hún sterklega til þess að á Íslandi vinni fólk of mikið og að sennilega sé skipulagi vinnunnar ábótavant miðað við hin Norðurlöndin og ýmis Evrópuríki. Skipulagið kalli á lengri vinnudag – því illa gengur að klára verkefnin eins og rannsóknin sýndi – og langur vinnudagur kalli fram þá þreytu sem svo berlega kom fram í rannsókninni. Eitthvert frekara samspil er líklegt hér á milli, og er það trúlegast flókið. Niðurstaðan styður sem sagt þá hugmynd að hér sé margt fólk þreytt vegna vinnu, en líka að skipulagi sé trúlega áfátt.34 Stytting vinnudagsins gæti orðið til þess að bæta úr þessu, eins og áður sagði. Stytting vinnudagsins gæti orðið til þess að skipulagi vinnunnar hér- lendis yrði breytt, og líka til að fólk hvíldist betur. Einhverjir kunna að hafa tekið eftir því að rannsóknin er frá árinu 2005 – nokkrum árum fyrir hrun. Á niðurstaðan enn við í dag?35 Ef ástæðan fyrir svöruninni 2005 var of mikil vinna – þá, já. Þeir sem hafa vinnu á Íslandi, vinna enn mikið, líkt og kom fram áður. Sama gildir líklegast um skipulag vinnunnar – skipulagið almennt hefur trúlega ekki breyst mikið. Ef vinnudagurinn verður styttur, þarf sérstaklega að gæta að þreytu fólks. Styttingin þarf að hvetja til að skipulagi vinnunnar verði breytt þannig að fólki líði betur – ekki verr. Ekki má hrófla þannig við skipulagi að fólki líði verr. Stéttarfélög þyrftu að hafa eftirlit með því – og gera ráð fyrir að geta hlutast til um vinnufyrirkomulag (í samráði við atvinnurekendur) í samningum. (c) Eins og vel er þekkt hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist frá árinu 2008. Atvinnuleysi fór úr um 3% 2008 í 8% árið 2010.36 Hugsum okkur að vinnu- dagurinn yrði styttur um eina stund, þannig að hver sá sem er í fullu starfi myndi vinna um 35 stundir á viku í stað 40 stunda.37 Aðrir sem vinna meira eða minna myndu minnka sína vinnu í réttu hlutfalli við styttinguna (t.d. myndi sá sem ynni 60 stundir á viku fyrir styttingu vinna 53 stundir eftir hana).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.